Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 27. september 2022 Prenta

Hafísfréttir frá 1995.

Hafís við Krossnessundlaug. 2005.
Hafís við Krossnessundlaug. 2005.

Nú þegar borgarísjakar koma aftur í Húnflóann og sjást frá landi kemur margt upp í hugann. Engin ísfrétt hefur verið gefin upp frá Veðurstöðinni i í Litlu-Ávík síðan 2018, þá bara litlir borgarísjakar eða brot, þar til nú 2022.

Jón Guðbjörn veðurathugunarmaður hefur stundað nokkuð vel unnar hafísfréttir ásamt veðurathugunum frá 1995 frá Litlu-Ávík. Jón G byrjaði að birta myndir af hafísjökum og borgarísjökum á vefsíðu sinni árið 2001 eftir hafísathuganir fyrir Veðurstofu Íslands og tilkynntar þar. Þór Jakobsson veðurfræðingur og hafasérfræðingur á VÍ sagði Jón G vera upphafsmann hafísmynda til Veðurstofunnar og frumkvöðul í hafístilkynningum til stofnunarinnar, í gegnum tölvupóst með myndum.

Þess má geta á gamni að fyrsta mynd af hafís frá Litlu-Ávík var birt á vef Norsku Veðurstofunnar, en þar vann íslenskur veðurfræðingur sem tók strax efir myndinni á slóð Litlahjalla vefsíðu.

Hafís var oft landfastur á árunum 1994 og 1995, eða mikið um lagnaðarís við landið. Svo komu bara kaflar sem ís var lítill og bara stöku jakar.

Einn frægasti ísjakinn kom svo á milli jóla og nýárs árið 2010, tveir jakar komu í fjöruna út í krók sem kallað er sem er rétt austan við fjárhúsin í Litlu-Ávík. Jón G tók myndir af þessum jökum sem myntu á Geimskip. Þegar birti upp eftir smá snjókomu daginn eftir, fór Jón G að athuga með þetta betur og labbaði fyrst út á Nes, þar sem hann sá stóran jaka strax. Þar sem jakinn var myndaður.

Næstu daga var fylgst vel beð borgarísjakanum, hann kom nær og nær og færðist alltaf austur á bóginn og endaði sem smá kríli langt inn í Húnaflóa.

Nokkrir stakir jakar hafa sést síðan fram til ársins 2018.

Þar til nú í september 2022.

Jón Guðbjörn Guðjónsson segist vera stoltur að hafa unnið með þessu góða fólki á Veðurstofu Íslands. Hafísdeild, Þór Jakobssyni og aðstoðarkonu hans Sigþrúði Ármannsdóttur.

Slóð á Hafímyndir.Snerpill vefumsjón | Litli Hjalli / Myndir / Hafísmyndasafn Jóns G Guðjónssonar frá 2001 til ?

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Gunnsteinn Gíslason og Ólafur Thorarensen.
  • Saumaklúbbur á Melum 04-01-2008.
  • Unnið í minni sperrum og rétt af.06-11-08.
  • Borgarís útaf Ávíkinni 07-04-2004.
  • Stærra brotið úr jakanum í fjörinni.18-12-2010.
Vefumsjón