Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 10. desember 2010 Prenta

Hafísinn nú 10.sml, norður af Horni.

Ísmynd JHÍ.
Ísmynd JHÍ.

Veðurstofa varar við hafís á siglingaleið fyrir Horn.
Hafís er um 10 sml norður af Horni. Víðast er ísinn gisinn eða mjög gisinn, en með mjög þéttum spöngum og íshellum inn á milli. Næsta sólarhringinn er búist við vestlægri átt á þessu svæði og má því gera ráð fyrir að ísinn þokist í austurátt og nær landi og geti verið varasamur fyrir sjófarendur. Á sunnudag er búist við suðvestlægri vindátt og þá má gera ráð fyrir að ísinn berist lengra í austurátt.
Skip tilkynnti um íshellu um 10,sml,norður af Horni í morgun og rekur ísinn líklega í austurátt.Sást vel í radar.
Hér er svo ísmynd frá því í gærkvöld frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands,þá var miðað við að ísinn væri næst landi um 15.sml norður af Hælavíkurbjargi.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Drangaskörð 18-04-2008.
  • Norðurfjarðabæjirnir og Steinstún 10-03-2008.
  • Kristmundur færir Guðmundi söfnunarfé frá Félagi Árneshreppsbúa.01-10-08.
  • Finnbogastaðir 1938-2008.Húsið brann til kaldra kola 16 júní 2008.
  • Árneskirkja hin eldri:21-06-2010.
Vefumsjón