Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 27. mars 2009 Prenta

Hákarl í netin.

Hákarlin sem kom í netin í dag Siggi og Gulli við hákarlinn stóra.Mynd Edda.
Hákarlin sem kom í netin í dag Siggi og Gulli við hákarlinn stóra.Mynd Edda.
1 af 2
Reimar komin á grásleppu.

Reimar Vilmundarson frá Bolungarvík er komin á Norðurfjörð á Sædísi ÍS 67 ásamt Sigurði Stefánssyni til að stunda grásleppuveiðar eins og undanfarin ár,með Reimari og Sigga er Árneshreppsbúin Guðlaugur Ágústsson á Steinstúni eins og undanfarin ár.

Reimar kom til Norðurfjarðar þann 18 þessa mánaðar og lagði fyrstu netin föstudaginn 20,og fyrst var vitjað um 23 mars og var lítið í eða tæpar 3 tunnur af hrognum og talsvert um rauðmaga,og fengu hreppsbúar vel í soðið af þessu góða nýmeti.

Bræla hefur sett strik í reikninginn en þeyr komust þó á sjó aftur 25 og aftur í dag í sæmilegu veðri.

Það bar til tíðinda í dag þegar trossur voru dregnar út af Selskeri(Sæluskeri) því einn stór hákarl var í netunum.Bátsverjar eru nú nýkomnir í land með fengin í togi því böndum var komið á hákarlinn.
Á sjónum í dag voru Sigurður og Guðlaugur,Reimar var í fríi fyrir vestan.
Vefnum var að berast mynd af hákarlinum sem Edda Hafsteinsdóttir var svo vinsamleg að  senda.

Athugasemdir

Atburðir

« 2020 »
« September »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Búið að setja salerni.01-05-2009.
  • Vantar pappa á sumstaðar.13-11-08.
  • Söngur.
  • Ástbjörn smiður á einni hækju.08-11-08.
Vefumsjón