Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. júní 2013 Prenta

Heflað mánuði seinna en í fyrra.

Ekki veitti af að hefla holótta vegina.
Ekki veitti af að hefla holótta vegina.
Vegagerðin á Hólmavík hefur verið að hefla vorheflunina hér í Árneshreppi í liðinni viku og kláruðu í gær. Þessi vorheflun er mánuði seinna en í fyrra vor.  Þetta er vegna þess hvað vegir komu ílla undan vetri og vegir blautir langt fram í maí mánuð. Sumstaðar er nú ósköp lítill ofaníburður í vegum til að hefla,en þetta hefur lagast mikið við þessa heflun,en vegurinn í Árneshreppi var víða mjög holóttur þótt ekki sé meyra sagt. Eitthvað hefur verið lagað við ræsi þar sem vatn hefur runnið yfir vegi í þessum hlýindum sérstaklega inn með Reykjarfirðinum enda mikill snjór þar til að bráðna.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Villi og Úlfar á spjalli.
  • SA hlið komin klæðning.12-11-08.
  • Bergistangi við Norðurfjörð-18-08-2004.
  • Norðvesturhlið komin.28-10-08.
  • Litla-Ávík 31-10-2007.
  • Borgarísjakinn 27-09-2017.
Vefumsjón