Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 19. maí 2017 Prenta

Hefur gengið ílla að fljúga til Gjögurs.

Flugvél Ernis kemur inn á flughlað.
Flugvél Ernis kemur inn á flughlað.

Það er óhætt með sanni að segja að ílla hefur gengið að fljúga til Gjögurs undanfarð eða frá föstudeginum 5 maí síðastliðin, þá var flugi aflýst vegna þoku. Loks var hægt að fljúga á Gjögur þriðjudaginn 9 maí, komu þá vörur og frægt og vikupóstur. Á föstudaginn 12 varð að aflýsa flugi vegna norðaustan hvassviðris. Á sunnudaginn 14 hné mánudaginn 15 reyndi Flugfélagið Ernir ekki að fljúga, en þá var flugfært, en reyndu ekki flug fyrr enn á áætlunardaginn þriðjudaginn 16, en flugvélin gat þá ekki lent á Gjögri vegna þoku og varð að snúa frá til Reykjavíkur aftur með allar vörur í Kaupfélagið og viku uppsafnaðan póst. Ernir athuguðu með flug til Gjögurs daginn eftir en þá var talið ófært vegna hvassviðris og dimmviðris og hvað lágskýjað var. En átti að reyna flug til Gjögurs í gær um tvöleytið, en þegar vind lægði datt skýjahæð og skyggni niður í þokulofti og súld. Nú í dag tókst loks að fljúga til Gjögurs með vörur og póst. Enn eins og áður sagði var síðast flogið til Gjögurs þann 9 maí.

Íbúum Árneshrepps finnst að Ernir gætu sýnt meiri lit á að fljúga daginn eftir ef ófært er á áætlunardögum.

Eftir mánaðamót koma allar vörur landleiðina með flutningabíl í Árneshrepp.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Flotinn kominn uppí lendingu,vörina í Litlu-Ávík.
  • Klæðning komin á NV hlið.12-011-08.
  • Kristján Kristjánsson tengir í töflu.12-12-2008.
Vefumsjón