Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 20. október 2005 Prenta

Heimaslátrun og síðasta fé í slátrun.

Fjárbíll.
Fjárbíll.
1 af 2
Í dag fór síðasta fé í slátrun á Blöndós héðan úr hreppnum alls og fullorðið fé (Rollur)sem bændur setja í sláturhús,og því slátrað á morgun.
Tveir bændur voru áður búnir að láta sitt fullorðna fé í slátrun á Hvammstanga þann 6 þessa mánaðar enn það var Litla-Ávik og Finnbogastaðir,enn nú er allt fé farið sem látið er í sláturhús úr Árneshreppi.
Í millitíðinni hafa bændur verið að slátra heima og verið að vinna það kjöt bæði í frost salt og sett í saltlög sem fer í reyk og hakka í bjúgu sem fer í reyk,enn í næstu viku verða reykkofar kynntir.
Bændur eru ánægðir með að geta klárað þetta vegna slæms tíðarfars undanfarið og þurfa ekki að halda fé í túnum lengur þótt ásetningslömb hafi verið á gjöf um tíma vegna veðurs.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki 15 til 18 km NNA af Liltu-Ávík 29-09-2002.
  • Hurð á geymslu NA,18-11-08.
  • Skipið Suðri í hafís á austurleið.
  • Norðurfjörður I -2002.
  • Borgarísjakabrot útaf Krossnesi 23-09-2001.
  • Árnesey-06-08-2008.
Vefumsjón