Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. desember 2009 Prenta

Hekla í beinni útsendingu á RÚV.

Frá opnun vefmyndavélar hjá RÚV í dag.Mynd af vef Ríkislögreglustjóra.
Frá opnun vefmyndavélar hjá RÚV í dag.Mynd af vef Ríkislögreglustjóra.

Fréttatilkynning frá Ríkislögreglustjóra-Almannavarnadeild.
Í dag var tekin í notkun vefmyndavél, sem sýnir beint frá eldfjallinu Heklu. Vefmyndavélin er á Búrfelli, sem er 12 km norð-vestan við Heklu.  Búrfell er 700 m hátt fjall rétt ofan við Búrfellsvirkjun í Rangárvallasýslu.
Það er Öryggismálanefnd RÚV, sem stendur fyrir uppsetningu vefmyndavélarinnar í samstarfi við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Fjaska, Gagnaveitu Reykjavíkur og Mílu. Unnt verður að fylgjast með útsendingum frá vefmyndavélinni á heimasíðum samstarfsaðilanna, hjá Ríkisútvarpinu www.ruv.is/hekla og á heimasíðu almannavarnadeildarinnar http://almannavarnir.is/

Verkefnið er í almannaþágu og hluti af vöktun Heklu.  Gert er ráð fyrir að með myndavélinni megi sjá fyrir hugsalega leið hraunrennslis, gosmökks og annað sem getur skipt máli komi til eldgoss.

Í síðustu gosum hefur aukin skjálftavirkni verið helsti forboði Heklugosa. Vísindamenn vakta Heklu og sáust forboðar Heklugosanna árin 1991 og 2000 á mælitækjum um 30 - 80 mínútum fyrir gosbyrjun. 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Eyri við Íngólfsfjörð-24-07-2004.
  • Reukjaneshyrna séð frá Krossnesi 08-12-2008.
  • Frá Gjögurflugvelli 27-01-2012.
  • Hafís útaf Reykjanesströnd.
  • Helga Pálsdóttir veislustjóri les upp dagskrá kvöldsins og Hilmar.
  • Gönguhurð í bílskúr,og Ástbjörn smiður,19-11-08.
Vefumsjón