Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 17. ágúst 2006 Prenta

Heyskap loks lokið í Árneshreppi.

Heyjað í þoku.
Heyjað í þoku.
Heyskap loks lokið í Árneshreppi.
Heyskap lauk nú loks hjá bændum í gærkvöld í Árneshreppi eftir slæmt þurkasumar.
Sláttur hófst um miðjan júlí og rættist vel úr sprettu því hvað seint var byrjað að heyja og er því talsvert meiri heyskapur en í fyrra og ættu bændur að vera komnir með góðar heybyrgðir fyrir veturinn.
Veður í sumar um heyskapinn einkendist af hægviðri og þokulofti og eða súld þótt góðir dagar hafi komið inn á milli.
Samkvæmt gögnum veðurathugunarinnar í Litlu-Ávík voru aðeins 7 dagar alveg þurrir á meðan á heyskap stóð frá miðjum júlí til 17 ágúst,eða 5 dagar í júlí og 2 dagar sem af er ágúst.
Bændur heyjuðu allt í rúllur.
Tveir eða þrír bændur munu slá smáveigis af há seint í ágúst.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Þakpappi komin á allt húsið 18-11-08.
  • Borgarísjaki er ca 4 km austur af Sæluskeri og annar borgarísjaki ca 5 km austur af honum.19-06-2018.
  • Litla-Ávík 10-03-2008.
  • Borgarísjaki ca 20 km frá landi 14-09-2001.
  • Platan steypt.01-10-08.
Vefumsjón