Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 6. júlí 2017 Prenta

Heyskapur byrjaður í Árneshreppi.

Sigursteinn við slátt. Gíslabalavatn í baksýn.
Sigursteinn við slátt. Gíslabalavatn í baksýn.

Sláttur er hafin í Árneshreppi. Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík byrjaði að slá fyrir hádegið í dag fyrstur manna aldrei þessu vant. Ágætis spretta er orðin og hefur lagast mikið nú síðustu daga. Sigursteinn byrjaði slátt í fyrra þann þriðja júlí. Aðrir af þessum fáu bændum hér í hreppnum fara síðan að byrja, að minnsta kosti er Björn Torfason bóndi á Melum búin að setja sláttuvélina við traktorinn, „segir kona hans Bjarnheiður Fossdal, þannig að það er allt í áttina, hvort verður byrjað í dag eða morgun verður að koma í ljós, ætli hann verði ekki veikur með að byrja þegar hann sér að aðrir eru byrjaðir“. Enn Björn hefur yfirleitt verið fyrstur bænda að hefja slátt hér í hrepp.

Sigursteinn bóndi í Litlu-Ávík fer talsvert eftir spá Norsku Veðurstofunnar og nátturlega líka eftir spá Veðurstofu Íslands, og ber þær saman, það hefur gefist yfirleitt vel. Einhver úrkoma er í kortunum á báðum veðurstofunum framundan.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Júní »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Úr myndasafni

  • Saumaklúbbur á Krossnesi 10-01-2004.
  • Gönguhurð í bílskúr,og Ástbjörn smiður,19-11-08.
  • Sigursteinn hifir plötur á þak,á þaki eru-Gulli Hrafn og Íngólfur.
  • Gunnsteinn og Hilmar.
Vefumsjón