Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 9. mars 2010 Prenta

Húsafriðunarnefnd hefur úthlutað styrkjum.

Frá Djúpavík.
Frá Djúpavík.
1 af 4
Húsafriðunarnefnd hefur birt yfirlit yfir styrki árið 2010.Af einstökum landshlutum kemur mest í hlut Vestfjarða til endurbyggingar gamalla húsa, 18,1 milljón auk styrkja til friðaðra húsa og friðaðra kirkna.Til endurbygginga gamalla húsa þarf að sækja um árlega og er umsóknarfrestur til 1. desember ár hvert.
Til endurbygginga gamalla húsa í Árneshreppi var úthlutað vegna eftirfarandi húsa:
Síldarverksmiðjan Djúpavík,byggingarár 1935,fær 2.4 milljónir.
Síldarverksmiðja Eyri Ingólfsfirði,byggingarár 1942 fær 400 þúsund.
Gamla kjötfrystihúsið Norðurfirði byggingarár 1960 fær 400 þúsund.
Vegna friðaðra kirkna:
Ein friðuð kirkja er í Árneshreppi,en það er Árneskirkja eldri í Trékyllisvík byggingarár hennar var 1850 styrkur vegna hennar nemur 300 þúsundum.
Lista yfir úthlutanir má sjá hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Úr sal.
  • Komið með kaðal í land til að toga í flotann úr vörinni í Litlu-Ávík.
Vefumsjón