Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 28. október 2008 Prenta

Húsið rís áfram á Finnbogastöðum.

Síðasti hluti veggeiningar hífð á sinn stað á suðvestur enda hússins.
Síðasti hluti veggeiningar hífð á sinn stað á suðvestur enda hússins.
1 af 5
Nú í dag er haldið áfram með að reisa einingahúsið á Finnbogastöðum.

Suðvestan kaldi og upp í allkvassan vind hefur verið oftast og má varla vera hvassara við að hífa einingarnar á sína staði,og slydda komin kl 18:00.

Nú eru allir veggir komnir upp,síðasta veggeiningin hífð á sinn stað um kl 17:15.
Mikil stemning  var hjá þeim sem voru við vinnu við að reisa húsið í dag.
Eins og einn smiðurinn kallaði það;þetta er kalda djöfull;mörg sniðug orð falla á milli manna,eins og,hentu í mig hamrinum Hrafn,sópaðu betur Jón,Siggi ekki láta Gústa hífa þetta stikki strax,Gunnar settu helvítis múrboltann strax þarna í,settu kúbeinið hér á milli Gulli,Mundi hvað ertu að hugsa hertu boltann maður,og svo framvegis.
Næsta verk er að setja festingarnar fyrir sperrur.
Vonandi meira á morgun.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« September »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Mikið dregið í einu,þarf að skipta þessu í þrjár ferðir.
  • Við Fell 15-03-2005.
Vefumsjón