Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 16. desember 2009 Prenta

Hvað á vegurinn að heita?Gautsdalur-Þröskuldar eða Arnkötludalur.

Frá Arnkötludal.Mynd Vegagerðin.
Frá Arnkötludal.Mynd Vegagerðin.

Nafngiftir á hinni nýju leið og breyttum Djúpvegi hafa nokkuð verið til umræðu, jafnt innan Vegagerðarinnar sem utan og eru ekki allir á einu máli, svo sem vænta má.

Vegagerðin hefur að undanfönu nefnt hinn nýja veg Djúpveg um Arnkötludal og einnig Djúpveg um Þröskulda en svo heitir hæsti hluti vegarins og sá sem helst þarfnast þjónustu að vetri til. Arnkötludalurinn liggur norðan Þröskulda en Gautsdalur að sunnanverðu á þessari leið.

Þegar vegurinn var tekinn í notkun var talað um Djúpveg (61) um Arnkötludal þótt leiðin liggi um tvo dali, Gautsdal og Arnkötludal með Þröskulda á milli.

Hjá Vegagerðinni finnst mönnum heillavænlegast að nöfn á nýjum vegum taki mið af landslagi og örnefnum á hverjum stað og óskum heimamanna. Þegar leiðin liggur á milli landshluta takast stundum á sjónarmið mismunandi heimamanna, ef þannig má að orði komast. Þá þykir stundum gott að heimamenn og þeir sem þjónusta veginn komist sjálfir með tímanum niður á það nafn sem eðlilegast þykir á hverjum stað.
Þannig kom upp nafngiftin Djúpvegur um Þröskulda. Þeir sem þjónusta veginn telja vel við hæfi sú nafngift því það er einmitt um Þröskulda sem færðin er erfiðust, þar er einnig veðurstöðin og því eðlilegt þegar gefnar eru upplýsingar um færð (eða ófærð) sé notast við Þröskulda nafnið.

Nýi vegurinn í heild má segja að sé Djúpvegur (61) um Gautsdal, Þröskulda og Arnkötludal og væri þá mögulegt að nota viðeigandi örnefni eftir því hvaða hluta vegarins átt er við hverju sinni.
Í raun hefur ekki verið tekin sérstök ákvörðun um þessar nafngiftir heldur er Vegagerðin á þeim stað að máta þessi nöfn við veginn og því mjög gott að fá innlegg frá heimamönnum og öðrum áhugamönnum um þessar nafngiftir.
Þeir Vegagerðarmenn sem hafa tjáð sig um þetta, og þeir sem vinna við veginn dagsdaglega, þeim líkar best við Þröskuldanafnið, sérstaklega varðandi upplýsingar um færð á þessari leið.
Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Hús Kristmundar á Gjögri-05-07-2004.
  • Þakpappi komin á meiri hluta af þakinu.13-11-08.
  • Slegið upp fyrir grunni.04-09-08.
  • Melar I og II.
  • Skemmtiatriði.Söngur.
Vefumsjón