Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. nóvember 2009 Prenta

Hvers eiga Árneshreppsbúar að gjalda vegna Netsambands.

Sett upp 3.G örbylgjuloftnet í Árneshreppi.
Sett upp 3.G örbylgjuloftnet í Árneshreppi.
Nú síðan að þessi  háhraðanettenging var sett upp hér í Árneshreppi í lok október hafa hreppsbúar þurft að þola ýmislegt í netöryggi frá Símanum.

Netsamband úti og inni til skiptis.

Kvartað var til Fjarskiptasjóðs af stofnunum og Oddvita Árneshrepps og frá flestum heimilum hreppsins þegar fyrsta bilun varð í um rúman hálfan sólarhring um kvöldið 5 nóvember og fram á morgun næsta dags.

Enn hefur Síminn ekki staðið við háhraðanettengingu til Djúpavíkur og Kjörvogs og Gjögursvæðið,það er alltaf í athugun.Hvað lengi?Kannski í lagi vegna þess að Síminn getur ekki staðið við þjónustuna sem Fjarskiptasjóður lét honum í te.

Nú er mál að linni og Árneshreppsbúar vilja fá sömu netþjónustu og öryggi og aðrir landsmenn í dreifbýli.

Nú á morgun mun Oddviti Árneshrepps tala við yfirmenn Fjarskiptasjóðs og yfirmenn Símans um þessi mál.Það mun ekkert koma út úr því strax en verður þá vonandi athugað betur.

Ef hreppsbúar þurfa að taka upp gamla kerfið aftur Isdn kerfið sem er rándýrt ættu notendur Árneshrepps að fá það frítt í bili þangað til að Síminn,og eða annað netfyrirtæki kemur með Háhraðanettengingu til hreppsbúa sem er treystandi á.

Nú er nóg með að ríkisvaldið láti snjómokstur lítið til sín varða hingað í Árneshrepp,en hreppsbúar láta ekki ganga yfir sig með að háhraðanetið verði ekki í lagi hér sem annarstaðar á landsbyggðinni.Hvernig væri að þessir þingmenn NV kjördæmis létu til sín taka í þessu máli.

Þetta verður ekki látið afskiptalaust,enda var kjörorð fyrri og núverandi ríkisstjórnar:Háhraðanet til allra landsmanna.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Byrjað að draga spýtur upp úr fjörunni.
  • úr eldhúsi,matur borinn fram.
  • Hilmar og Gunnlaugur.08-11-08.
  • Bergistangi við Norðurfjörð-18-08-2004.
Vefumsjón