Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. desember 2009 Prenta

Íbúafjöldi á Vestfjörðum 1.desember 2009.

Trékyllisvík.Mynd J.K.
Það fjölgaði um einn í Árneshreppi.
Trékyllisvík.Mynd J.K. Það fjölgaði um einn í Árneshreppi.

Hagstofa Íslands birti í morgun 22. desember, mannfjöldatölur 1.desember 2009. Íbúar á Vestfjörðum voru á þessum degi 7.363 og hafði þá fækkað um 11 frá 1. desember 2008, sem er um 0,15 % fækkun. Hlutfallsleg fækkun yfir landið í heild nemur um 0,7 %. Athygli vekur að erlendum ríkisborgurum fjölgar lítillega á Vestfjörðum á meðan þeim fækkar á landsvísu og á sama tíma fækkar lítillega íbúum með íslenskt ríkisfang á Vestfjörðum en fjölgar á landsvísu. Heilt yfir þá virðist sem hægt hafi mikið til á þeirri neikvæðu íbúaþróun á Vestfjörðum sem staðið hefur nær látlaust frá miðjum níuunda áratugnum.

Breytingar íbúafjölda eftir sveitarfélögum er ekki jöfn.Í Reykhólahreppi heldur fjölgun áfram frá fyrra ári og nemur nú 4,7 %, í Vesturbyggð fjölgar um 4,1 % sem er viðsnúningur á þróun mannfjölda frá fyrri árum, einnig fjölgar í Strandabyggð eftir fækkun undanfarinnar ára og fjölgun heldur áfram í Kaldrananeshreppi,og í Árneshreppi fjölgaði um einn.Hlutfallsleg fækkun er mest í Súðavíkurhreppi eða 4,7 % og í Ísafjarðarbæ,Tálknafirði og Bæjarhreppi er fækkun sem nemur um 2 % í hverju sveitarfélagi.Talið í íbúum fækkar mest í Ísafjarðarbæ eða um 63 íbúa og hefur fækkun þar aukist frá fyrra ári.Greining á íbúaþróun í Ísafjarðarbæ miðað við 1. desember s.l. liggur ekki fyrir, en miðað við búferlaflutninga þann 1. september, þá hafði fækkað um 78 íbúa, þar af 50 íbúar á Ísafirði,því má draga þá ályktun að hægt hafi á fækkun íbúa.Túlka má þessa þróun á ýmsa vegu en fljótt á litið má telja að íbúaþróun í Ísafjarðarbæ og þá sérstaklega á Ísafirði sé í takt við neikvæða þróun í stærri byggðakjörnum landsins.Leita má skýringa í að samsetning atvinnulífs á Ísafirði er í mörgu frábrugðin öðrum byggðakjörnum á Vestfjörðum, með meiri þjónustu, verslun og stjórnsýslu, þar sem störfum hefur fækkað hvað mest á landsvísu.Ítarlegri gögn um íbúaþróun á Vestfjörðum má finna hér.
Og einnig á vef Hagstofu Íslands hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2020 »
« September »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Úr myndasafni

  • Naustvík 11-09-2002.
  • Drangajökull séð frá Litlu-Ávík.05-02-2008.
  • Úr sal.
  • Litla-Ávík um miðja síðustu öld.
  • Gíslína-Júlíana-Villi-Eysteinn og Jenssína.
  • Borgarísjaki sést frá Litlu-Ávík. 26-09-2017.
Vefumsjón