Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. mars 2017 Prenta

Íbúum í Árneshreppi fækkaði um 16,4 %.

Það fækkaði um 9 manns í Árneshreppi á milli ára.
Það fækkaði um 9 manns í Árneshreppi á milli ára.

Íbúafjöldi á Vestfjörðum stendur nánast í stað á milli ára 2016 til 2017. Í byrjun árs 2017 voru landsmenn 338.349 en landsmönnum hefur fjölgað um 5.820 frá sama tíma árið áður eða 1,8% samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Íbúafjöldi á Vestfjörðum 1. janúar 2017 eru samkvæmt hagstofu 6.870 manns eða um 2,03%  af íbúafjölda landsins. Í byrjun árs 2016 voru Vestfirðinga 6.883 og hefur því fækkað um þrettán manns á milli ára er greinilegt að fækkunin á svæðinu er að hægja á sér og er líklega hægt að þakka það mikli uppbyggingu atvinnu á Vestfjörðum, og þá sér í lagi á sunnanverðum Vestfjörðum.

Aðeins fækkaði í þremur sveitarfélögum á Vestfjörðum en mest var fækkunin í minnsta sveitarfélaginu Árneshreppi  eða um 16,4 %, en árið 2016 bjuggu þar 55 manns en í byrjun árs 2017 búa þar 46 manns.  Einnig var fækkun í Tálknafjarðarhreppi um 11,6 % eða um 31 íbúa og Ísafjarðarbæ um 0,4 % eða fækkun upp á 15 íbúa. Í öllum öðrum sveitarfélögum varð aukning á íbúum og eru það mjög jákvæðar fréttir í umræðunni um uppbyggingu atvinnu og mannfjölda á Vestfjörðum

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Enn rauk úr rústunum 17-06-2008.
  • Litla-Ávík og Stóra-Ávík.Séð af Reykjaneshyrnu.Mynd Jóhann.
  • Helga veislustjóri mundar myndavélina.
  • Frændurnir Gunnar Njálsson og Valgeir Eyjólfsson.
  • Steinstún-2002.
  • Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Vefumsjón