Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 27. janúar 2010
Prenta
Ískort og yfirborðsstraumakort.
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum var hvítabjörn felldur við bæinn Ósland í Þistilfirði laust eftir klukkan hálf fjögur í dag; tveimur tímum eftir að fyrst sást til hans. Umhverfisstofnun segir að aðstæður hafi ekki verið ákjósanlegar til að reyna björgun.
Nú hefur Ingibjörg Jónsdóttir landfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands sett inn yfirborðshafstrauma inná kort sem byggir á yfirborðshafstraumakorti frá prófessor Unnsteini Stefánssyni sem á vel við til að sjá hvernig yfirborðstraumur hafi geta hjálpað ísbirninum að komast jafnvel langt úr Vestri til Norðausturlands.Björninn hefur fyrst borist með jökum enn síðan þurft að synda ansi langt.
Einnig merkti hún inn þar sem ísbjörninn var felldur.
Kortið ætti að skýra sig nokkuð vel sjálft.
Nú hefur Ingibjörg Jónsdóttir landfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands sett inn yfirborðshafstrauma inná kort sem byggir á yfirborðshafstraumakorti frá prófessor Unnsteini Stefánssyni sem á vel við til að sjá hvernig yfirborðstraumur hafi geta hjálpað ísbirninum að komast jafnvel langt úr Vestri til Norðausturlands.Björninn hefur fyrst borist með jökum enn síðan þurft að synda ansi langt.
Einnig merkti hún inn þar sem ísbjörninn var felldur.
Kortið ætti að skýra sig nokkuð vel sjálft.