Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 9. júní 2009 Prenta

Íslandspóstur segir póstum upp í Árneshreppi.

Póstarnir tveir Jón og Björn ásamt Guðbjörgu í Bæ 523.
Póstarnir tveir Jón og Björn ásamt Guðbjörgu í Bæ 523.
1 af 2

Nú hefur Íslandspóstur sagt upp landpóstunum tveim í Árneshreppi sem hafa séð um póstdreyfinguna í hreppnum með þryggja mánaða fyrirvara eða frá og með 31 ágúst næstkomandi.

Einnig var sagt upp dreyfingastöðvunum á Kjörvogi 522 og í Bæ 523 enn fyrirhugað er að dreyfingastöð verði áfram á Norðurfirði 524.

Það má segja að allt þetta hafi verið keðjuverkandi,því Gunnsteinn Gíslason á Norðurfirði sagði upp póstinum með þriggja mánað fyrirvara þar,en hann hefur séð um póstinn þar í fjölda ár.

Þannig að Íslandspóstur sá sér tækifæri að segja öllum upp og sameina dreyfingastöðvar í eina og þá á Norðurfirði,en fólk í sveitinni vildi hafa þá þessa einu stöð í Bæ 523 í miðsveitinni sem eðlilegast væri,enn að þessu leyti fer Íslandspóstur ekki að óskum heimamanna hné annarsstaðar á landinu.

Tilefnið er að sameina á  vöruflutninga fyrir útibú Kaupfélags Steingrimsfjarðar á Norðurfirði og póstdreyfinguna sem er tvisvar í viku ,enn vöruflutningar  frá nóvember og til maí loka koma með flugi og þá einu sinni í viku á fimmtudögum,vörufutningabíll gengur frá júní til og út október.

Póstar í Árneshreppi hafa verið  Jón Guðbjörn Guðjónsson í Litlu-Ávík og Björn Torfason á Melum og hafa verið lengi póstar í hreppnum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Gamla bryggjan og uppskipunarbátur í ísnum.
  • Hafísmynd frá Skúla Alexanderssyni: Hafþök af hafís á Reykjarfirði 1965. Myndin er tekin frá Djúpavík.
  • Vatn sótt.
  • Naustvík 10-09-2007.
Vefumsjón