Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 30. september 2010 Prenta

Jaxlarnir koma saman.

Patreksfjörður © Mats Wibe Lund.
Patreksfjörður © Mats Wibe Lund.
Fréttatilkynning:
Þá er komið að fimmtu samkomu Jaxlanna. Fyrsta samkoman var haldin á Suðurnesjum 5. október 2002 og síðan annað hvert ár; í Stykkishólmi, á Húsavík og síðast á Hornafirði.

Öldunadeildin er hópur gamalla SVFÍ og Landsbjargarfélaga sem njóta þess að koma saman og gera eitt og annað sér og öðrum til skemmtunar.  Það er jafnframt eini tilgangur deildarinnar.

Fyrstu undirbúningsnefndina skipuðu,samkvæmt höfuðatriðabók:Guðbrandur Jóhannsson, Höfn.Magnús Ólafs Hansson, Bolungarvík.Sigfús K. Magnússon, Garði.Sigurður H. Guðjónsson, Sandgerði.

Þátttökuskilyrði eru rúm; að kannast við einhvern úr fyrstu undirbúningsnefndinni að viðbættum félögunum Baldri Pálssyni í Fellabæ, Inga Hans Jónssyni í Grundarfirði, Jóni Guðbjartssyni úr Bolungarvík, Eggert Stefánssyni frá Ísafirði, Áslaugu Þorvaldsdóttur í Borgarnesi og Hrönn Káradóttur á Húsavík.

Mótsstaður er á Patreksfirði laugardaginn 16.október 2010 kl.09:30.                        
Mælt er eindregið með því að gestir mæti á föstudegi.

Útbúnaður sem þarf - gamla góða skapið- útivistarfatnaður og baðföt.

Hægt er að panta gistingu á Patreksfirði og nágrenni.

Síðan verður dagskrá á laugardegi sem verður í höndum heimamanna á Patreksfirði. Heimför er áætluð á sunnudegi eða eftir hentugleikum.

Þátttaka tilkynnist á netfangið magnus@atvest.is eða í síma 490 2301.

Dagskrá.

Kl. 09.30 -Farið með rútu í Selárdal í Ketildölum með leiðsögn.

Kl. 12.30 -Súpa og brauð á Vegamótum á Bíldudal.

Kl. 14.00 -Skoðunarferð í Skrímslasetrið og tónlistarsafn Jóns Kr. Ólafssonar, Melódíur minninganna á Bíldudal.

Kl. 16.00 -Ekið til Tálknafjarðar og farið í Pollinn.

Kl. 17.00 -Ekið til Patreksfjarðar.

Kl. 17.30- Fundur í Lávarðadeild Björgunarsveitarinnar Blakks á Patreksfirði.

Kl. 20.00 - Sameiginlegur kvöldverður.
Undirbúningsnefnd áskilur sér rétt til breytinga á dagskrá og tímaáætlun. 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júní »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Agnes ÍS kominn með allann flotann í tog og siglir fyrir Nestangann.
  • Naustvík-16-08-2006.
  • SV hlið eldhúsmegin,SV hlið lokið.18-12-2008.
  • Bakdyr SA hlið.18-12-2008.
  • Ferðafélagshúsið er rétt fyrir ofan myðja mynd.
  • Jóhann Björn-Sólveig (Bía) og Ragna.
Vefumsjón