Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 24. nóvember 2008 Prenta

Jóladagatal Strandamanna.

Kristín Sigurrós á skrifstofu sinni.
Kristín Sigurrós á skrifstofu sinni.
Gagnvegur er að undirbúa útgáfu á jóladagatali Strandamanna 2008. Dagatalið verður litprentað í stærðinni A3 og dreift á öll heimili og fyrirtæki í sýslunni ásamt söluskálum í nærliggjandi sveitum. Upplagið verður 400 eintök. Á dagatalinu verður einn reitur fyrir hvern dag desembermánaðar þar sem hægt verður að koma viðburðum eða opnunartímum á framfæri. Verið er að undirbúa hönnun dagatalsins. Nú er leitað til fyritækja, stofnana, sveitarfélaga og félagasamtaka að styðja við útgáfuna. Stefnt er að dreifingu 1. desember. Því verður að hafa hraðar hendur. Lógó kostar 10.000 krónur en styrktarlína 5.000 krónur. Verðin eru með vsk. Viðburðum og lógóum eða styrktarlínum þarf að skila hið fyrsta þar sem undirbúningstíminn er naumur.
Upplýsingar hjá:
Kristínu S Einarsdóttur 4513585 og 8673164 og netfangið er stina@holmavík.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Úr svefnherbergisálmu.05-02-09.
  • Bakdyr SA hlið.18-12-2008.
  • Hafísmynd frá Skúla Alexanderssyni: Hafþök af hafís á Reykjarfirði 1965. Myndin er tekin frá Djúpavík.
  • Búið að klæða útskotið þar sem eldhúsið er.03-12-2008.
Vefumsjón