Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 16. júní 2011 Prenta

Jón Sigurðsson forseti á frímerki.

Tvennir tímar - Jón yngri og eldri var talin hefðbundin og mjög vel unnin.
Tvennir tímar - Jón yngri og eldri var talin hefðbundin og mjög vel unnin.
Nafn Jóns Sigurðssonar forseta er órjúfanlega tengt stofnun þjóðríkis á Íslandi. Hann hóf friðsama baráttu fyrir pólitísku og efnahagslegu sjálfstæði Íslands um miðja 19. öld og bar höfuð og herðar yfir samtímamenn sína sem foringi Íslendinga.

Í tilefni þess að 17. júní 2011 verða liðin 200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar forseta fól Alþingi forsætisráðherra að skipa nefnd til að undirbúa hvernig minnast mætti afmælisins. Afmælisnefndin fór þess á leit við Íslandspóst að minnast afmælisins með frímerkjaútgáfu. Íslandspóstur varð við þessari beiðni enda hafi frímerki verið gefin út á 100 ára og 150 ára afmæli Jóns Sigurðssonar.

Efnt var til samkeppni um frímerkjahönnun í samstarfi við Félag íslenskra teiknara (FÍT). Fyrstu verðlaun hlaut Borgar Hjörleifur Árnason. Tillaga hans „Tvennir tímar - Jón yngri og eldri" var talin hefðbundin og mjög vel unnin.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Rafmagnstafla komin upp.12-12-2008.
  • Síldarverksmiðjan Eyri í Ingólfsfirði.Mynd Jóhann.
  • Súlan langa reyndist vera 18,5 metra löng.
  • Ís í Ávíkinni og sést til hafs.
  • Hafísjaki 6 KM vestur af Sæluskeri. 27-08-2018
  • Saumaklúbbur á Bergistanga 15-01-2011.
Vefumsjón