Kosið í nefndir og ráð.
Hreppsnefndarfundur var haldinn í dag í hreppsnefnd Árneshrepps, sem var frestað fyrir helgi vegna heyanna. Kosið var í nefndir og ráð og fleira á þessum fundi.
6.fundur hreppsnefndar Árneshrepps haldinn sunnudaginn 8.júlí 2018 kl. 12:00 á skrifstofu hreppsins í Norðurfirði.
Mætt eru Arinbjörn Bernharðsson Norðurfirði, Björn Torfason Melum 1, Bjarnheiður J Fossdal Melum 1, Eva Sigurbjörnsdóttir Djúpavík og Úlfar Eyjólfsson Krossnesi sem fyrsti varamaður. Guðlaugur Ágússtson komst ekki til fundar.
Dagskrá; Kosning í nefndir, fulltrúa á Sambandsþing, fulltrúa á Fjórðungsþing.o.fl.Vegabætur á vegum hreppsins fyrir fé úr styrkvegasjóði á leiðinni Norðurfjörður- Munaðarnes/Fell og í Kúvíkur.gr. í samþykktum varðandi þóknanir og rekstrarkostnað sveitarfélagsins.Útleiga og rekstur húseigna sveitarfélagsins.Fasteignagjöld ársins 2018, væntanlegar tekjur sveitarfélagsins.Brothættar byggðir, samningur á milli Byggðastofnunar, Vestfjarðastofu og Árneshrepps, samþykktur og undirritaður.Lögð fram drög að Samþykkt um stjórn Árneshrepps, kynning fyrir nýja hreppsnefndarmenn.
Kosningar í nefndir og fulltrúar á þing.