Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 14. desember 2012 Prenta

Kynningarfundur um Þjóðleik á Vestfjörðum.

Þjóðleikur á Vestfjörðum er skemmtilegt leikhúsverkefni fyrir ungt fólk.
Þjóðleikur á Vestfjörðum er skemmtilegt leikhúsverkefni fyrir ungt fólk.
Þjóðleikur á Vestfjörðum er skemmtilegt leikhúsverkefni fyrir ungt fólk sem er opið fyrir áhugasöm áhugaleikfélög, skóla eða jafnvel vinahópa. Opinn kynningarfundur um verkefnið verður haldinn á Skrifstofuhótelinu í Neista á Ísafirði mánudaginn 17. desember kl. 18:00. Vestfirskum ungmennum á aldrinum 13-20 ára (f. 1992-1999) gefst nú í fyrsta skipti tækifæri á að vera með í verkefninu og hópar geta ennþá skráð sig til leiks í Þjóðleik á Vestfjörðum. Þjóðleikur er leiklistarverkefni á landsbyggðinni sem Þjóðleikhúsið stendur fyrir í samvinnu við menningarráð landshlutanna og fleiri heimamenn á hverjum stað. Verkefnið hefur verið áður í gangi á Norðurlandi og Austurlandi og hefur sýnt sig í að vera skemmtilegt og þroskandi fyrir þátttakendur. 

Þeir hópar sem taka þátt geta valið sér eitt af þremur skemmtilegum nýjum íslenskum 40 mínútna leikritum og hver hópur setur upp og sýnir sitt leikrit sjálfstætt. Til að setja upp sýningu þarf minnst 8 ungmenni á aldrinum 13-20 ára og svo þarf að vera eldri stjórnandi. Síðan hittast hóparnir allir á lítilli leiklistarhátíð á Ísafirði í vor, ef nógu margir hópar taka þátt. Leikritin sem í boði eru í vetur eru eftir Hlín Agnarsdóttur, Hallgrím Helgason og Sölku Guðmundsdóttur. Þjóðleikur á Vestfjörðum er með síðu á Facebook sem allir áhugamenn um leiklist á landsbyggðinni eru hvattir til að tengjast: www.facebook.com/ThjodleikurVestfjordum

Jón Jónsson, menningarfulltrúi Vestfjarða, er verkefnastjóri Þjóðleiks á Vestfjörðum í vetur. Netfang Jóns er menning@vestfirdir.is - s. 891-7372.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Síðasti veggurinn feldur.
  • Hilmar Hjartarson pípari við vinnu í aðalbaðherbergi.02-05-2009.
  • Jón Guðbjörn les af hitamælum.
  • Norðvestur veggur,vinnuljós inni að kvöldi 27-10-08.
  • Séð yfir Ófeigsfjörð-Seljanes-Drangajökull.
  • Þórólfur vinnur við að setja rafmagnsdósir og rör.04-04-2009.
Vefumsjón