Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 14. ágúst 2009 Prenta

LÝÐVELDIÐ VIÐ FJÖRÐINN.

Guðbjörg Lind Jónsdóttir vinnur við uppsetningu verka sinna.
Guðbjörg Lind Jónsdóttir vinnur við uppsetningu verka sinna.
1 af 3

Um síðastliðna Verslunarmannahelgi var sett upp sýning í Ólafsbragga á Ströndum, og var honum þá breytt tímabundið í kvennabragga í tilefni þess að 8 myndlistarkonur hreiðruðu um sig í matsalnum og íbúðinni kennd við Ófeig á neðri hæð braggans.

Sýningin er sjálfstætt framhald af samsýningu hópsins "Lýðveldið Ísland" sem haldin var í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ árið 2004, í gamla mötuneytinu, og tileinkuð var 60 ára afmæli íslenska lýðveldisins.

Sýningin í Ólafsbragga er hluti af þríþættu sýningarhaldi. Fyrsta sýningin í ár var haldin í vor í gamalli heyhlöðu við Mývatn og Reykjahlíðakirku og nefndist "Lýðveldið við vatnið". Þriðja og síðasta sýning þessa árs verður opnuð í september í Álafosskvosinni.

Myndlistarkonurnar sköpuðu verk sín út frá hugmyndum um íslenska lýðveldið í tengslum við menningarsögu og nátturulegt umhverfi sýningarstaðanna.

Opnunin gekk vonum framan og taldist mönnum til að um 250 manns hafi mætt á fyrsta sýningardegi þann 1. ágúst, en 50 á þeim seinni, 2.

ágúst. Kom það skemmtilega á óvart því haft var á orði að þar hefðu

komið fleiri sýningargestir en á margar opnanir í höfuðborginni.

Sýningaraðstaðan var með besta móti þó að þar hafi ekki verið hvítir veggir og rafmagnsljós til að lýsa upp verkin, en þokumóða og kertaljós gáfu sýningunni dulrænan blæ á þann hátt að seint verður leikið eftir.

Myndlistarkonurnar voru allar hæstánægðar yfir viðtökunum og mun þessi sýning lifa lengi í minningunni.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« September »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Frá brunanum.
  • Og Hilmar á fullu,,,
  • Fyrsta hollið komið út á sjó.
  • Íshrafl við Selsker,séð frá Litlu-Ávík.22-08-2009.
  • Margrét S Nielsen og Sveinn Sveinsson vertar í Kaffi Norðurfirði.12-03-2012.
Vefumsjón