Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 31. desember 2018 Prenta

Lægði fyrir hádegið.

Hvít rönd í um 200 m. Örkin Finnbogastaðafjall.
Hvít rönd í um 200 m. Örkin Finnbogastaðafjall.
1 af 2

Veður fór að ganga niður uppúr tíu í morgun, en norðan hvassviðri eða stormur var í nótt með talsverðri ofankomu. Það var slydda eða snjókoma á víxl í gærdag og í gærkvöldi og fram á nótt var mikil slydda, síðan snjókoma. Hitastigið hefur verið rokkandi upp og niður frá 3 stiga hita, en nú á hádegi var komið 4 stiga frost og fer lækkandi. Það er alveg óhætt að segja að veðurspáin frá Veðurstofu Íslands hafi alveg gengið eftir.

Það er svolitið sniðugt að sjá til fjalla nú fyrir hádegið með birtingu og eftir að stytti upp snjókomunni. Það er hvít jöfn lína í um 200 metra hæð í Örkinni og Finnbogastaðafjallinu og í Árnesfjallinu. Þarna fyrir ofan línuna hefur verið það kalt að snjó hefur skafið í burtu, en neðar náð að festa og alveg niður að sjó. Þetta sést sæmilega á meðfylgjandi mynd.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Djúpavíkurverksmiðjan-11-09-2002.
  • Klæðning komin á NV hlið.12-011-08.
  • Krossnes-20-10-2001.
Vefumsjón