Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 2. nóvember 2012 Prenta

Lækkun á farsímagjöldum um áramót.

PFS telur þetta komi farsímanotendum til góða.
PFS telur þetta komi farsímanotendum til góða.

Póst - og fjarskiptastofnun (PFS) hefur birt ákvörðun sína varðandi heildsölugjaldskrá fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum. Þær breytingar sem kveðið er á um í ákvörðuninni leiða til þess að ein megin forsendan fyrir mismunandi verði á farsímaþjónustu verður ekki lengur til staðar, þ.e. þegar hringt er í annað farsímafélag en viðkomandi er í viðskiptum við. Samkeppnisvandamál sem PFS hefur greint á þessum markaði má fyrst og fremst rekja til þess að það farsímafyrirtæki sem ræður yfir því farsímaneti þar sem símtalinu lýkur,er með einokunarstöðu á því neti. Flest samkeppnisvandamálin hafa tengst lúkningarverði og að mati PFS hefur í sumum tilvikum átt sér stað yfirverðlagning á símtölum milli kerfa. Kostnaðinum hefur verið velt yfir á þá notendur sem koma inn í kerfið úr öðrum farsíma- eða talsímanetum. Með ákvörðuninni nú og frá 13. janúar sl. sér nú fyrir endann á þessu samkeppnisvandamáli.

Í dag eru lúkningarverð farsímafélaganna með þeim hætti að hámarksverð Símans og Vodafone er 4,5 kr./mín, Tals 5,5 kr./mín og Nova og IMC/Alterna 6,3 kr./mín. Samkvæmt ákvörðun PFS verða lúkningarverð allra fyrirtækjanna jöfnuð þann 1. janúar nk. í 4 kr./mín. Þann 1. júlí nk. lækkar verðið svo í 1,66 kr./mín. Með ákvörðuninni telur PFS að mikilvægum áfanga sé náð varðandi jöfnun og lækkun lúkningarverða á íslenskum farsímamarkaði, sem ættu að koma neytendum til góða.
Þess má geta að umrædd ákvörðun er sú fjórða sem PFS tekur á viðkomandi markaði frá árinu 2006. Þegar PFS hóf umrætt lækkunarferli á því ári námu hæstu lúkningarverð 15 kr./mín. Nánar á vef Póst - og fjarskiptastofnunar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Við Árnesstapa 15-03-2005.
  • Hótel Djúpavík-16-08-2006.
  • Villi og Úlfar á spjalli.
  • Gunnar Njálsson-Gestur Sveinbjörnsson og Áslaug Guðmundsdóttir.
  • Skip á Norðurfirði.
Vefumsjón