Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. ágúst 2009 Prenta

Landsbyggðin lifi á Stefnumót á Ströndum.

Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði.
Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði.

Fréttatilkynning.
Í framhaldi af hátíðardagskrá Stefnumóts Strandamanna á Hólmavík laugardaginn 29. ágúst, þar sem meðal gesta verða félagsfólk úr byggðasamtökunum Landsbyggðin lifi (LBL) verður haldinn aðalfundur LBL 2009 í Galdrasetrinu sunnudaginn 30. ágúst  kl. 11:00 og verður dagskráin auk venjulegra aðalfundarstarfa þessi:

  • Heimamenn á Ströndum kynna sína grasrótarstafsemi
  • Einar Vilhjálmsson, markaðsstjóri hjá Metani hf. flytur erindi um notkunarmöguleika metans sem innlends orkugjafa
  • Sveinn Jónsson frá Kálfskinni innleiðir umræður um nýjar áherslur og hugmyndir á ýmsum sviðum á landsbyggðinni.

 Einar mætir á staðinn á bíl sem gengur fyrir metani og verður hann fundargestum til sýnis og mun Einar kynna fyrirbærið eftir þörfum.

 
Athugið að fundurinn er öllum opinn.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Úlfar og Gulli fara á slöngubátnum út í Agnesi að ná í dráttartóg.
  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
  • Gunnar-Steini-Sigursteinn og Gunnsteinn.
Vefumsjón