Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. ágúst 2009
Prenta
Landsbyggðin lifi á Stefnumót á Ströndum.
Fréttatilkynning.
Í framhaldi af hátíðardagskrá Stefnumóts Strandamanna á Hólmavík laugardaginn 29. ágúst, þar sem meðal gesta verða félagsfólk úr byggðasamtökunum Landsbyggðin lifi (LBL) verður haldinn aðalfundur LBL 2009 í Galdrasetrinu sunnudaginn 30. ágúst kl. 11:00 og verður dagskráin auk venjulegra aðalfundarstarfa þessi:
- Heimamenn á Ströndum kynna sína grasrótarstafsemi
- Einar Vilhjálmsson, markaðsstjóri hjá Metani hf. flytur erindi um notkunarmöguleika metans sem innlends orkugjafa
- Sveinn Jónsson frá Kálfskinni innleiðir umræður um nýjar áherslur og hugmyndir á ýmsum sviðum á landsbyggðinni.
Einar mætir á staðinn á bíl sem gengur fyrir metani og verður hann fundargestum til sýnis og mun Einar kynna fyrirbærið eftir þörfum.
Athugið að fundurinn er öllum opinn.