Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 27. ágúst 2014 Prenta

Lífshætta á Ströndum: Réði ekki við bílinn.

Frá slysstað í gær.
Frá slysstað í gær.
Lögreglumaður á Hólmavík segir að blindhæð, reynsluleysi og lítil tilfinning fyrir akstri stórra bifreiða hafi orðið þess valdandi að fimm Suður-Kóreumenn komust í lífsháska rétt innan við Naustvík á Ströndum í gærmorgun.  Ökumaðurinn missti bílinn út af veginum hægra megin með þeim afleiðingum að hann velti, lenti á hjólunum og rann aftur á bak út í sjóinn.
Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstýra á Hótel Djúpavík, kom á vettvang og beið með fimmmenningunum þar til lögreglu og sjúkrabíl bar að garði. Hún sagði mikla mildi að ekki hefði farið verr. Taldi hún að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði bílinn ekki lent á hjólunum eftir veltuna.

„Málið er að rétt áður er komið að þessum stað er blindhæð. Konan sem ekur bifreiðinni fer yfir hæðina, fer of utarlega til hægri og fer eiginlega út á vegbrúnina,“ segir Stefán Arngrímsson lögregluflokksstjóri í samtali við Vísi
Um stóran pallbíl var að ræða með húsi ofan á. Stefán bendir á að ferðamennirnir hafi ekki þekkt til svona malarvega. Auk þess virðist honum sem ökumaðurinn hafi ekki haft mikla tilfinningu fyrir bílnum.
„Þetta er samsafn orsakavalda. Blindhæðin á undan, reynsluleysi vegna malarvega og bifreið sem er henni framandi,“ segir Stefán. Bifreiðin hafi verið svo há að hún hafi ekki náð að sjá vegbrúnina. Sjá á Vísir.is 
(Það skal tekið fram að aðvörunarskilti eru þarna við blindhæðina. Rangt var sagt frá á litlahjalla í gær að engin skilti væru þarna. Beðið er velvirðingar á þessu).

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Elín Agla Briem Skólastjóri frá 2007 til 2010.
  • Oddný Oddviti heldur ræðu.
  • Komið með kaðal í land til að toga í flotann úr vörinni í Litlu-Ávík.
  • Agnes ÍS kominn með allann flotann í tog og siglir fyrir Nestangann.
  • Norðaustuhlið komin.28-10-08.
Vefumsjón