Lítil hætta á öskufalli á Ströndum.
Flug myndi leggjast niður á öllum Vestfjarðakjálkanum og víðar.
Enn nú sem betur fer fyrir okkar svæði eru veðurspár uppá NA eða Vestlægðaráttir næstu daga allavega.
Á fyrstu myndinni sem er hér með og er modis mynd frá því í gær,þar sem Ingibjörg Jónsdóttir hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hefur sett inn stefnu öskufallsins.
Þar sem vefurinn Litlihjalli vísar oft til veðurspár hjá YR.NO eru hér myndir frá þeim,önnur myndin er af gosinu á Eyjafjallajökli hin af áhrifum öskufallsins til Noregs og annarra Norðurlanda.En flug lág víða niðri þar í gær og verður jafnvel svo í dag.
Víð ættum að geta áttað okkur á þessum myndum hvernig væri hjá okkur hér á Vestfjarðakjálkanum ef vindur væri í hina áttina og stæði hingað vestur.
Enn fljótt geta veður skipast í lofti,og við hér á Norðurlandi vestra og á Vestfjörðum skulum fylgjast vel með veðurspám hvort vindur muni breytast til suðaustlægra vindátta,þá gæti orðið hætta á hendi vegna öskufalls sérlega vegna búpenings.
Það skal tekið fram að veðurstöðin í Litlu-Ávík er með tvö hvít föt úti ef einhver aska skyldi berast,vegna snöggra vindáttabreytinga.