Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. nóvember 2009 Prenta

Lúðrasveitarheimsókn í Vesturbyggð.

Lúðrasveitin.Mynd Magnús Ó Hansson.
Lúðrasveitin.Mynd Magnús Ó Hansson.

Það var gríðarlega mögnuð sveit tónlistarfólks frá Lúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness sem flutti íbúum suðursvæðis Vestfjarða tónlist í Skjaldborgarbíói á sunnudaginn var. Stjórnandinn Kári Húnfjörð kynnti þetta frábæra listafólk og sagði jafnframt að þau vissu eftir sína dvöl hér hvar Patreksfjörður væri, þau ættu örugglega eftir að koma aftur í heimsókn.

Í ræðu Elzbietu Kowalczyk skólastjóra Tónlistarskóla Vesturbyggðar kom fram að með svona heimsókn eins og þessari væri það einlægur ásetningur að efla enn frekara skólavinasamband sem er vissulega áfangi að frekari eflingu tónlistarlífs hér á suðursvæði Vestfjarða.

Það er staðreynd að tónlistin og söngurinn eflir sálina

Svona heimsókn kostar mikla undirbúningsvinnu heimamanna. Tónlistarskóli Vesturbyggðar þakkar öllum þeim sem komu að undirbúningi þessarar heimsóknar með einum eða öðrum hætti. Þó vildi Elzbieta sérstaklega þakka Sparisjóðnum á Patreksfirði, verslununum Albínu, Fjölval og Grillskálanum,Kristni Þór Egilssyni, Hauki Má Sigurðarsyni, Magnúsi Ólafs Hanssyni, að ógleymdum Lionsklúbbi Patreksfjarðar fyrir þeirra þátt.

Í lok tónleikanna þakkaði bæjarstjóri Vesturbyggðar Ragnar Jörundsson gestum fyrir komuna. Hann sagðist reyndar orðlaus eftir slíkan listviðburð. Hann taldi að svona heimsókn mundi örugglega efla tónlistarslífið á svæðinu.

 

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Séð til Bergistanga og hafís,Reykjaneshyrna í baksýn.
  • Tvær góðar,Krístín og Edda.
  • Gunnsteinn og Hilmar.
  • Húsið fellt.
  • Í Trékyllisvík 15-03-2005.
  • Hafskipabryggjan Norðurfirði-06-07-2004.
Vefumsjón