Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 27. júní 2022 Prenta

Málverk afhjúpað af fyrrum verslunarstjórum.

Málverkið af Gunnsteini Gíslasyni og Margréti Jónsdóttur.
Málverkið af Gunnsteini Gíslasyni og Margréti Jónsdóttur.
1 af 2

Á aðalfundi Verslunarfélags Árneshrepps sem var haldinn 25. júní var af hjúpuð mynd af fyrrum kaupfélagstjórahjónunum Gunnsteini Gíslasyni og Margréti Jónsdóttur sem stóðu vaktina lungan úr sinni starfævi, þetta var gert fyrir tilstilli stjórnar félagsins.

Það kom fram í máli Arinbjarnar Bernharðssonar að þau hafi verið okkar salt og pipar í áratugi en nú væru þau farin að láta sig hverfa á vetrum því væri gott að hafa mynd af þeim upp á vegg.

Rekstur verslunarinnar slapp réttum megin við núllið á liðnu ári.

Á liðnum vetri var ákveðið að auka hlutafé félagsins og gekk það vel, var aukningin um 2 milljónir króna og líkur hlutafjár aukningunni nú um mánaðarmótin.

Sérstaka þakkir fá þeir Thomas verslunarstjóri fyrir einsstaka þjónustu og Jón Guðbjörn Guðjónsson fyrir flutning á vörum fyrir Verslunarfélagið, frá flugvellinum á Gjögri á vetrum í verslun. Jón G hefur flutt þetta frítt frá því að Verslunarfélag Árneshrepps var stofnað.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Karlar í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
  • Bílskúrshurðin komin í,20-11-08.
Vefumsjón