Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 21. júní 2011 Prenta

Margrét heiðruð.Lokaniðurstaða frá skákhátíðinni.

Margrét Jónsdóttir á Bergistanga var heiðruð sérstaklega á mótinu í Trékyllisvík.Mynd Hrafn.
Margrét Jónsdóttir á Bergistanga var heiðruð sérstaklega á mótinu í Trékyllisvík.Mynd Hrafn.
1 af 2
Rúnar Sigurpálsson frá Akureyri sigraði með glæsibrag á stórmótinu í samkomuhúsi Trékyllisvíkur á laugardaginn. Jóhann Hjartarson stórmeistari varð í 2. sæti og bronsinu deildu Róbert Lagerman, Björn Ívar Karlsson og Þorvarður Ólafsson.

Ingólfur Benediktsson í Árnesi og Björn Torfason á Melum unnu verðlaun fyrir bestan árangur heimamanna. Keppendur í Trékyllisvík voru alls 43, komu úr öllum landsfjórðungum og voru á öllum aldri. Nokkur efnilegustu skákbörn landsins tóku þátt í mótinu, sem og börn úr sveitinni sem öll stóðu sig með miklum sóma.

 

Margrét Jónsdóttir á Bergistanga var heiðruð sérstaklega á mótinu í Trékyllisvík, en með því vildu skipuleggjendur skákhátíðarinnar sýna heimamönnum þakklæti fyrir gestrisni og góðar móttökur gegnum árin. Margrét, sem fæddist í Stóru-Ávík, hefur búið alla ævi í Árneshreppi og löngum verið skákmönnum og öðrum gestum hjálparhella.


Hátíðin hófst á þjóðhátíðardaginn með fjöltefli Róberts Lagerman í samkomuhúsinu. Meistarinn notaði skákklukku og hafði aðeins 20 mínútur til að tefla 9 skákir. Viðureignin var æsispennandi, en að lokum vann Róbert 8 skákir en gerði jafntefli við Kristján Albertsson á Melum, sem hefur um árabil verið meðal sterkustu skákmanna á Ströndum.

Á föstudagskvöldið var svo tvískákmót í Hótel Djúpavík. Þar voru keppendur tæplega 30, og stóð lið Gunnars Björnssonar forseta Skáksambandsins og Hrafns Jökulssonar uppi sem sigurvegari.

Hátíðinni lauk á sunnudaginn með hraðskákmóti í Kaffi Norðurfirði, sem Litlihjalli segir nánar frá á næstu dögum.

Lokastaðan í Trékyllisvík:

 

1. sæti: Rúnar Sigurpálsson 8,5 vinning.  2. sæti:   Jóhann Hjartarson 8 vinninga. 3.-5. sæti:  Björn Ívar Karlsson, Róbert Lagerman, Þorvarður Ólafsson 6,5 vinning.  6.-9. sæti:  Guðmundur Gíslason, Eiríkur Björnsson, Stefán Þór Sigurjónsson,  Einar Valdimarsson 6 vinninga.  10.-13. sæti: Vigfús Ó. Vigfússon, Jón Kristinn Þorgeirsson,  Csaba Daday,  Jörundur Þórðarsson 5,5 vinning. 14.-20. sæti: Stefán Bergsson, Hrund Hauksdóttir, Stefán Karlsson, Hjörtur Jóhannson,  Jón Birgir Einarsson, Gunnar Björnsson, Heimir Páll Ragnarsson 5 vinninga. 21.-23. sæti: Gunnar Nikulásson,  Böðvar Böðvarsson, Óskar Long Einarsson 4,5 vinninga. 24.-32. sæti: Magnús Gíslason, Veronika Steinunn Magnúsdóttir, Haukur Halldórsson, Guðmundur V. Guðmundsson, Þorgeir Smári Jónsson, Björn Torfason, Ingólfur Benediktsson, Donika Kolica, Skarphéðinn Jónsson   4 vinninga. 33.-34. sæti:  Gauti Páll Jónsson, Birkir Karl Einarsson 3,5  vinning 35.-40. sæti: Kristján Albertsson, Númi Ingólfsson, Guðmundur R. Guðmundsson , Kristján Ingi Svafarsson, Haukur Eiríksson, Sigurlaug Jóhannsdóttir  3 vinninga. 41. sæti:   Ásta Þorbjörg Ingólfssdóttir  2,5 vinning. 42.-43. sæti: Kári Ingvarsson, Karitas Gyða Sigurðardóttir 2 vinninga.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Litla-Ávík og Stóra-Ávík.Séð af Reykjaneshyrnu.Mynd Jóhann.
  • Járnið komið á að NV verðu,03-12-2008.
  • Gamla bryggjan og uppskipunarbátur í ísnum.
  • Búið að setja flotefni í öll gólf í herbergjum.04-04-2009.
Vefumsjón