Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. febrúar 2009 Prenta

Matthías S Lýðsson gefur kost á sér hjá VG í Norðvesturkjördæmi.

Matthías Sævar Lýðsson  bóndi Húsavík í framboði fyrir VG.
Matthías Sævar Lýðsson bóndi Húsavík í framboði fyrir VG.

Fréttatilkynning.
Ég undirritaður, Matthías Sævar Lýðsson, bóndi í Húsavík í Strandabyggð gef kost á mér í 3.-6. sæti á lista VG í Norðvesturkjördæmi.

 

 Ég vil leggja áherslu á að bæta grunngerð samfélagsins, s.s.

samgönguþjónustu, fjarskipti, menntun og heilsugæslu. Ég vil ekki að

fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu sé skattstofn.

 

Ég vil standa vörð um réttarríkið, þar sem karlar og konur eru jöfn, bæði að

lögum og í reynd. Það má efast um að það sé réttarríki, þar sem lítill hópur

manna getur sett heila þjóð í skuldafangelsi. Öllum lögmætum aðferðum verður

því að beita, til að endurheimta þau efnislegu verðmæti sem voru höfð af

almenningi síðustu árin í samfélagi þar sem gróðahyggja og græðgi fékk að

vaxa og dafna óátalið af stjórnvöldum.

 
Ég vil varðveita og efla innri samfélagsgæði. Þar á ég m.a. við:

a.. Menntun og jafnt aðgengi að henni óháð búsetu og efnahag. Gæði

menntunar í því sköpunarstarfi sem nú er unnið í vaxandi háskólum og setrum

víða um land verði tryggð með samstarfssamningum milli skóla.

b.. Íþrótta- og félagstarf hjá ungum og öldnum.

c.. Standa vörð um tónlistarskólana og styðja við leiklistarstarf, ekki

síst hjá áhugaleikhópum.

Ég vil búa bændum þá framtíðarsýn að:

a.. Þeir fái sanngjarnt verð fyrir vinnu sína og geti búið börnum sínum

sömu lífsgæði og aðrir þegnar.

b.. Eignarréttur þeirra verði virtur og framkvæmd þjóðlendulagana sé með

þeim hætti að stjórnvöld hætti að svívirða eignarréttarákvæði

stjórnarskrárinnar.

c.. Stuðningur við þá þróttmiklu nýsköpun sem er í sveitum verði efldur,

ekki síst með ráðgjöf og leiðbeiningum.

Ég vil koma böndum á þann óskapnað sem veðsetning og verslun með kvóta hefur

vakið upp. Það verður að gera án þess að kippa fótunum undan þeim útgerðum

og fiskvinnslum sem skapa verðmæti og halda uppi atvinnu, stundum að því er

virðist af hugsjón frekar en gróðavon. Þetta er erfitt verk en verður að

takast.

 
Ég vil að náttúrugæði og auðlindir séu nýtt með þeim hætti að ekki verði

gengið á möguleika afkomenda okkar til að nýta og njóta þeirra sömu gæða.

Lögfest verði að við alla lagasetningu og meiriháttar framkvæmdir á vegum

ríkis og sveitarfélaga, verði metin að jöfnu áhrif á efnahag, samfélag og

náttúru.

 

 Ég vil þetta og ... ég vil ótalmargt fleira. En fyrst og fremst vil ég búa í

samfélagi skapandi hugsunar, heiðarleika, jöfnuðar, náttúruverndar, samvinnu

og lífsgleði.

 
Ég er 51 árs, bóndi í Húsavík á Ströndum og hef unnið ýmislegt samhliða

búskap s.s. sem svæðisleiðsögumaður, lögreglumaður, félagsmálakennari,

starfsmaður sláturhúss og fleira. Er og hef verið virkur í félags- og

atvinnumálum og hef setið m.a. í stjórn UMFÍ, er einn stofnenda og

stjórnarmanna Galdrasýningarinnar og Sauðfjárseturs á Ströndum. Einnig í

stjórnum Kaupfélags Steingrímsfjarðar og Hólmadrangs (rækjuvinnslu). Ég er

kvæntur Hafdísi Sturlaugsdóttur bónda og náttúrufræðing og eigum þrjú börn.

Húsavík 24. febrúar, á Matthíasarmessu.

Matthías Sævar Lýðsson

 

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Snjóblástur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
  • Við Ávíkurnar 15-03-2005.
  • Edda við að sparsla og pússa.20-04-2009.
  • Borgarísjaki sést frá Litlu-Ávík. 26-09-2017.
Vefumsjón