Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 18. september 2007 Prenta

Merkilegustu mannvirkin á Vestfjörðum.

Frá Djúpavík.
Frá Djúpavík.
Sjö merkilegustu mannvirkin vestra
Sjö merkilegustu mannvirki Vestfjarða voru útnefnd á lokafundi dómnefndar sem haldinn var í Bjarkalundi í Reykhólasveit um helgina. Í sumar var í fjölmiðlum auglýst eftir tilnefningum frá almenningi. Tillögur bárust um tæplega sjötíu mannvirki og hlutu sum þeirra margar tilnefningar. Í vinnu dómnefndar var ekki tekið tillit til fjölda tilnefninga um einstök mannvirki heldur reynt að leggja efnislegt mat á hvert þeirra fyrir sig.
Til viðbótar komu nokkrar tilnefningar frá þeim sem sátu í dómnefndinni. Þar var ekki síst um að ræða mannvirki sem rétt þótti að hafa á heildarlistanum þó að ljóst mætti vera að þau kæmust ekki í hóp þeirra sjö útvöldu.
Á næstu dögum verður gengið frá ítarlegri greinargerð um þau mannvirki sem valin voru og jafnframt um starf dómnefndar og þær forsendur sem liggja að baki valinu. Jafnframt verður gefinn út bæklingur um þessi mannvirki, sem væntanlega verður dreift ókeypis á helstu ferðamannastaði landsins eða eftir því sem fjárhagur dómnefndarfólks leyfir.
Sparisjóður Vestfirðinga lagði fram styrk fyrir hluta af ferðakostnaði dómnefndar. Fyrirtækið N1 lagði fram úttektarkort, hvert að verðmæti kr. 5.000, sem sjö af þeim sem sendu inn tilnefningar fá. Dregið verður úr nöfnum þeirra.
Í valinu var miðað við Vestfjarðakjálkann sem blasir við þegar litið er á kort: Mörkin eru þar sem næst liggur að kjálkinn skerist frá meginlandinu milli Gilsfjarðar að sunnan og Bitrufjarðar að norðan.
Í hnotskurn
» Mannvirkin talin rangsælis:
» Síldarverksmiðjan í Djúpavík
» Jarðgöngin á Arnarnesi við Ísafjarðardjúp
» Gamla sjúkrahúsið (Safnahúsið) á Ísafirði
» Garðurinn Skrúður við Núp í Dýrafirði
» Vegurinn út í Svalvoga (Kjaransbraut)
» Mannvirki Samúels Jónssonar í Selárdal
» Þorpið í Flatey á Breiðafirði.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Jakar útaf Litlu-Ávík togari á leið vestur.
  • Búið að klæða útskotið þar sem eldhúsið er.03-12-2008.
  • Bátar í Litlu-Ávík.
  • Frá saumaklúbb á Krossnesi 18 febrúar 2012.
  • Krossnessundlaug-31-08-2002.
Vefumsjón