Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 9. janúar 2013 Prenta

Metafla landað í Norðurfirði 2012.

Metafla var landað í Norðurfirði 2012.
Metafla var landað í Norðurfirði 2012.
Samkvæmt Fiskistofu,vekur eftirtekt umtalsverð aukning í lönduðum afla á flestum höfnum á Vestfjörðum. Til að mynda jókst landaður afli á Bíldudal úr 438 tonnum í 716 tonn og á Flateyri úr 647 tonnum í 1.797 tonn milli áranna 2010 og 2012. Mest hlutfallsleg aukning varð hins vegar í Norðurfirði á Ströndum þar sem landaður afli jókst úr 106 tonnum 2010 í 457 tonn 2012. Þessa aukningu má þakka strandveiðum en flestar hafnir á Vestfjörðum tilheyra svæði A í strandveiðikerfinu þar sem flestir bátar voru um hituna og mestum afla var úthlutað. Fyrir Vestfirði alla var aukning á lönduðu magni botnfisks um 15% á milli áranna 2010 og 2012 og var það mesta aukningin ef horft er til landsvæða. Á Suðurlandi sem telur aðeins tvær löndunarhafnir, Vestmannaeyjar og Þorlákshöfn var aukningin 12%, á Norðurlandi eystra sem nær frá Siglufirði austur til Bakkafjarðar var aukningin 11% og á Austurlandi um 10%. Samdráttur er á öðrum svæðum.

Mestur var samdrátturinn í höfnum höfuðborgarsvæðisins eða um 24% og 21% á Norðurlandi vestra. Hlutfallslega mestur samdráttur varð hins vegar á Ólafsfirði eða um 75%. Hins vegar jókst löndunarmagnið um rúmlega 123% á hinni höfninni í Fjallabyggð, Siglufjarðarhöfn, eða úr 7.708 tonnum árið 2010 í 17.206 tonn á ný liðnu ári.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
  • Allir í kaffi í Bæ hjá Guðbjörgu systur Munda.
  • Húsið kom í gámum.14-10-08.
  • Séð til Bergistanga og hafís,Reykjaneshyrna í baksýn.
  • Húsið fellt 19-06-2008.
  • Hótel Djúpavík-16-08-2006.
Vefumsjón