Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 30. desember 2011 Prenta

Mikil seinkun á flugi til Gjögurs í gær vegna óhapps.

Mynd frá Gjögurflugvelli þegar sprakk á nefhjóli flugvélar Flugfélags Ernis 04-02-2008.
Mynd frá Gjögurflugvelli þegar sprakk á nefhjóli flugvélar Flugfélags Ernis 04-02-2008.

Það varð mikil seinkun á áætlunarfluginu til Gjögurs í gær vegna óhapps flugvélar Flugfélags  Ernis þegar sprakk á nefhjóli flugvélar þeirra við lendingu á Reykjavíkurflugvelli.

Það var dekk á nefhjóli sem sprakk, við fyrstu snertingu við brautina, að sögn; Ásgeirs Þorsteinssonar, sölu- og markaðsstjóra hjá Ernum í viðtali við vef Morgunblaðssins ,það hafði þó að hans sögn ekki áhrif á lendinguna, að því leyti að flugvélinni hlekktist ekki á heldur hélt hún stefnu sinni. Þetta hefur hann eftir flugmanninum, sem hann hafði rætt við þegar mbl.is náði tali af honum. Eins sagði Ásgeir að veðuraðstæður og aðstæður á flugbrautinni í Reykjavík góðar þegar atvikið átti sér stað. Ekki er vitað hvers vegna dekkið sprakk en verið er að skoða það. Einnig er verið að skoða vélina og skipta um dekk, en að sögn Ásgeirs er áætlað að vélin fari aftur að fljúga strax í dag.;

Og það stóðst því næsta flug flugvélarinnar var til Gjögurs í síðasta áætlunarflug ársins,og gekk allt vel,flugvélin kom til Gjögurs uppúr fjögur í gær með síðasta póst og vörur á þessu ári í Árneshrepp,enginn farþegi var í fluginu í gær til Gjögurs.

Hér er frétt mbl.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Klædd NV hlið að hlita,03-12-2008.
  • Járnabinding er komin í grunn.29-09-08.
  • Skip á Norðurfirði.
  • Afmælisbarnið Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason eiginmaður hennar.
Vefumsjón