Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 28. desember 2017 Prenta

Mokað í Árneshrepp.

Snjómokstur (snjóblástur) í Kúvíkurdal.
Snjómokstur (snjóblástur) í Kúvíkurdal.
1 af 2

Nú í morgun byrjaði Vegagerðin að opna veginn norður í Árneshrepp. Mokað er beggja megin frá, það er norðan frá og sunnan frá. Talsverðan snjó er um að ræða, hefur snjóað mikið frá því á Þorláksmessa og alla hátíðisdagana og nú síðast í gær þó nokkuð í éljum. Ekki er vitað hvenær vegurinn opnast í dag ennþá. Mokað var innansveitar í gær, Gjögur- Norðurfjörður.

Flogið var á Gjögur í gærdag, næsta flug er á morgun föstudag, ef veður leifir. Veðurspá frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun: Suðaustan gola og léttskýjað. Austlæg eða breytileg átt 3-8 á morgun og él á annesjum, en áfram bjart til landsins. Frost 3 til 14 stig, kaldast í innsveitum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Þórólfur vinnur við að setja rafmagnsdósir og rör.04-04-2009.
  • Adolfshús-05-07-2004.
  • Bakdyr SA hlið.18-12-2008.
  • Jóhann Björn,Jón Guðbjörn,Ragna og Bía.
  • Árnesstapar, séð til NV. Krossnes í baksýn. 20-01-2017.
Vefumsjón