Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 20. nóvember 2009 Prenta

Myndir frá miklum sjógangi í morgun.

Miklar öldur við Hjallskerin við lendinguna að Litlu-Ávík.
Miklar öldur við Hjallskerin við lendinguna að Litlu-Ávík.
1 af 6
Nú í morgun var veðurhæð að ganga niður eftir hvassviðrið í nótt.

Samkvæmt vindmælum á veðurstöðinni í  Litlu-Ávík var mesti vindur í gærkveldi og í nótt í jafnavind í um 19 til 22 m/s uppí 25 m/s af Norðnorðaustri.

Sjólag fór að ganga upp strax í gær og í gærdag kl 18:00 var komin mikill sjór,áætluð ölduhæð 4 til 6 m og nú í morgun var hann ekki minni þegar þessar myndir voru teknar um 10:30  fyrir hádegið,en háflæði var kl 11:57.

Myndirnar eru ekki góðar vegna rigningardropanna sem setjast á myndavélina og myndatökumaður hristist í vindi sem var þá um 16 m/s.

Enn myndirnar ættu að skýra sjóganginn sem er og hefur verið,mikill sjór og jafnvel uppí stórsjó þá ölduhæð áætluð 6 til 9 m um tíma.

Oft eykst sjólag þótt dragi úr vindi í talsverðan tíma á eftir.

Tekið skal fram að stórstreymt er núna.Sjór gekk langt uppá gras í mestu fyllingunum.

Allar myndirnar eru teknar frá Litlu-Ávík ofan af fjörukambinum og við Ávíkurána.

 

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Flugstöðin Gjögurflugvelli.
  • Veiga í Íngólfsfirði talar við ferðahópinn.
  • Jón Guðbjörn og Guðrún smelltu af samtímis.Og þetta varð útkoma Jóns G.
  • Smábátahöfnin á Norðurfirði.10-09-2010.
  • Stærra brotið úr jakanum í fjörinni.18-12-2010.
Vefumsjón