Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. febrúar 2012 Prenta

Námskeið í fjarfundi frá Endurmenntun HÍ.

 Endurmenntun Háskóla Íslands eru með samstarfssamning um námskeiðahald í fjarfundi.
Endurmenntun Háskóla Íslands eru með samstarfssamning um námskeiðahald í fjarfundi.
Kvasir, samtök fræðslu- og símenntunarmiðstöðva, og Endurmenntun Háskóla Íslands eru með samstarfssamning um námskeiðahald í fjarfundi.  Fræðslumiðstöðin er aðili að Kvasi og kemur því að samningnum. Með þessum samningi gefst íbúum á landsbyggðinni tækifæri til að sækja ýmis námskeið Endurmenntunar í sinni heimabyggð. Námskeiðin eru eingöngu ætluð þátttakendum í fjarfundi sem er nýbreytni hjá Endurmenntun.

Endurmenntun hefur auglýst 12 námskeið í fjarfundi nú á vormisseri og kennir þar ýmissa grasa. Námskeiðin má finna á vef Fræðslumiðstöðvarinnar undir flokknum Endur- og símenntun. Hægt er að sækja námskeiðin á þeim stöðum þar sem Fræðslumiðstöðin er með fjarfundabúnað.

Fræðslumiðstöðin tekur við skráningum á námskeiðin, annað hvort í gegnum vefinn eða í síma 456 5025. Rétt er að vekja athygli á því að skráningarfrestur er mun lengri á þessi námskeið en venjan er hjá Fræðslumiðstöðinni, eða að jafnaði tíu dögum fyrir upphaf námskeiðs. Það er því mikilvægt að skrá sig í tíma, fáist ekki lágmarksþátttaka fellur námskeiðið niður.

Það er von Fræðslumiðstöðvarinnar að íbúar á Vestfjörðum nýti sér þetta tækifæri til þess að sækja ýmis námskeið sem hingað til hefur ekki verið hægt að bjóða upp á hér á svæðinu. 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Við Ávíkurnar 15-03-2005.
  • Bergistangi við Norðurfjörð-18-08-2004.
  • Enn rauk úr rústunum 17-06-2008.
  • Hilmar Hjartarson frá Steinstúni þenur harmonikuna.
  • Borgarísjakar útaf Felli 07-04-2004.
Vefumsjón