Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. desember 2010 Prenta

Niðurstöður könnunar meðal ferðamanna á Vestfjörðum 2010.

Á Kaffi Norðurfirði lá frammi spurningalisti frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.
Á Kaffi Norðurfirði lá frammi spurningalisti frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.

Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands á Vestfjörðum, Markaðsstofa Vestfjarða og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða stóðu fyrir framkvæmd könnunar á ferðamönnum til Vestfjarða sumarið 2010. Framkvæmd könnunarinnar var á þann hátt að Atvinnuþróunarfélagið sá um dreifingu spurningalista og kom henni fyrir á upplýsingamiðstöðum á Hólmavik og Ísafirði, ferðaþjónustufyrirtækinu  Borea Adventures, í Breiðafjarðarferjunni Baldri, Kaffi Norðurfirði, Hótel Flókalundi, Hótel Ísafirði og Eddu hótelinu á Ísafirði. Farþegar skemmtiferðaskipa og börn yngri en 18 ára voru ekki með í þessari könnun.
Könnunin er endurtekin frá árinu 2008 og 2009, en þá stóðu sömu aðilar að verkefninu og er samanburð á milli áranna að finna í skýrslu fyrir árið 2010.
Rannsóknin var gerð i þeim tilgangi að fá mynd af nokkrum grundvallaþáttum sem nauðsynlegt er að hafa í huga við skipulag og uppbyggingu ferðaþjónustu á Vestfjörðum og gefa niðurstöðurnar ákveðna mynd af því hvernig ferðamenn koma til Vestfjarða, hvernig ferðahegðun þeirra sé, hvaða þjónustu nýta þeir, hver er upplifun þeirra af svæðinu og svo framvegis.
Könnunina má sjá á vef Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.





Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Úlfar og Gulli fara á slöngubátnum út í Agnesi að ná í dráttartóg.
  • Finnbogastaðaskóli-19-08-2004.
  • Borgarísjakabrot útaf Krossnesi 15-09-2007.
  • Gjögur-05-07-2004.
Vefumsjón