Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. desember 2012 Prenta

Norðan stórhríð framundan.

Stórsjór eða hafrót verður við ströndina.Ölduhæð gæti farið í 14 metra.
Stórsjór eða hafrót verður við ströndina.Ölduhæð gæti farið í 14 metra.
Mikið hefur snjóað á Vestfjörðum og Ströndum og víðar nú síðustu daga og er snjóflóðahætta víða á þessu svæði. Einnig er stórstreymt þessa daga og getur sjór gengið hátt á land þegar ölduhæð verður mikil jafnvel hafrót og ölduhæð gæti farið í og yfir 14 metra. Enn hér er veðurspáin frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra í dag og á morgun: Suðaustan 5-10 m/s og él, en norðaustan 15-23 og slydda eða snjókoma með kvöldinu, hvassast á Ströndum. Norðan 23-28 og talsverð snjókoma á morgun. Hiti kringum frostmark, en frost 0 til 5 stig á morgun. Fólk er beðið að fylgjast vel með veðurspám.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Kristján Albertsson á Melum og Njáll Gunnarsson.
  • Kaupfélagshúsin á Norðurfirði 10-03-2008.
  • Bílskúrshurðin komin í,20-11-08.
  • Búið að klæða á milli bílskúrs og aðaldyra,03-12-2008.
  • Frá brunanum.
  • Seð yfir Trékyllisvík Litla-Ávík næst.
Vefumsjón