Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 20. febrúar 2013 Prenta

Ný fréttasíða á Ströndum.

Hólmavík. Mats Wibe Lund.
Hólmavík. Mats Wibe Lund.
Nú nýlega var opnuð ný fréttasíða á Hólmavík sem heitir Strandamenn. Systkinin Ingibjörg og Hafþór Benediksbörn sem standa að fréttasíðunni hafa lengi gengið með þá hugmynd að stofna fréttasíðu og slógu til fyrir nokkru. Hafþór Benediksson er margmiðlunarfræðingur og sér um öll tæknimál fréttasíðunnar ásamt því að hafa búið hana til. Ingibjörg Benediksdóttir er húsmóðir á Hólmavík og sér einnig um að skrifa fréttir á síðuna. Ljósmyndari þeirra á Strandamenn.is er ekki af verri endanum,engin annar en Jón Halldórsson frá Hrófbergi,en hann gerir líka út sínar frægu og vinsælu myndasíður  http://holmavik.123.is/ og  http://nonni.123.is/. Á fréttasíðunni eru sér tenglar á byggðarlögin í sýslunni, Hólmavík sér Bjarnarfjörður sér og Drangsnes sér og Árneshreppur sér. Hér má skoða hina nýju fréttasíðu http://strandamenn.is/

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Helga og Hilmar.Helga var veislusjóri fyrir í afmæli ömmu sinnar,og Hilmar sá um músikina.
  • Mundi og Björn fara að setja lista í loft:19-02-2009.
  • Hilmar Hjartarson þenur nikkuna.
  • Oddviti Árneshrepps Oddný Þórðardóttir heldur ræðu til afmælisbarnsins Jóns G.G. og gesta.
Vefumsjón