Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 25. janúar 2009 Prenta

Nýr Jón Eðvald kaupfélagsstjóri við KSH á Hólmavík.

Jón Eðvald Alfreðsson og Jón Eðvald Halldórsson nýr kaupfélagsstjóri.Mynd Strandir.ÍS
Jón Eðvald Alfreðsson og Jón Eðvald Halldórsson nýr kaupfélagsstjóri.Mynd Strandir.ÍS
Í gær skrifaði Óskar Torfason stjórnarformaður Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík undir starfssamning við Jón Eðvald Halldórsson frá Drangsnesi. Jón Eðvald tekur við starfi kaupfélagsstjóra þann 15. maí næstkomandi af Jóni Eðvald Alfreðssyni afa sínum sem hefur þá verið rúm 41 ár í starfi kaupfélagsstjóra. Kaupfélag Steingrímsfjarðar var stofnað 29. desember 1898 og hefur því verið starfandi á þrem öldum og hefur gengið í gegnum allar þær kreppur sem oftast eru nefndar þegar vitnað er í söguna.

Í fréttatilkynningu frá KSH segir að Jón Eðvald yngri taki við þegar hagfræðingar spái því að efnahagslægðin verði hvað dýpst hér á landi og mun reyna verulega á hann og aðra sem að því koma, að stýra KSH við þær erfiðu aðstæður.
Þetta kemur fram á www.strandir.is og þar eru fleiri myndir.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Mynd frá Skúla Alexandersyni: sem hann sendi vefnum af hafísþökum á Reykjarfirði 1965.
  • Sirrý og Siggi.
  • Hafís útaf Reykjanesi.
  • Sement sett í.06-09-08.
  • Bara moldarhaugur þar sem húsið var.19-06-2008.
Vefumsjón