Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 8. maí 2014 Prenta

Nýr kennari við Finnbogstaðaskóla.

Vígdís Grímsdóttir verður kennari við Finnbogastaðaskóla,skólaárið 2014-2015.
Vígdís Grímsdóttir verður kennari við Finnbogastaðaskóla,skólaárið 2014-2015.

Í síðasta mánuði auglýsti sveitarfélagið Árneshreppur starf kennara við skóla sveitarfélagsins,Finnbogastaðaskóla laust til umsagnar. Þrjár umsóknir bárust en einn aðilinn dró sig til baka,þannig að tvær umsóknir  voru eftir. Nú á dögunum var tekin ákvörðun um ráðningu nýs kennara fyrir skólaárið 2014 til 2015, úr þessum tveim umsóknum,en það er hin vinsæla vinkona okkar í hreppnum Vígdís Grímsdóttir svart klæddi rithöfundurinn sem var ráðin. Vigdís er rúmlega sextug kona og er rithöfundur af lífi og sál  og lauk kennaraprófi frá Háskóla Íslands 1973. Árið 1978  lauk Vígdís BA prófi í íslensku og bókasafnsfræði við Háskóla Íslands. Árið 1982 lauk hún prófi í uppeldis –og kennslufræði frá Kennaraháskóla Íslands. Vígdís hefur dvalist mikið í Árneshreppi undanfarin ár,og þá haldið til í íbúð hreppsins þar sem Kaffi Norðurfjörður er til húsa,en alltaf þurft að fara þaðan þegar veitingastaðurinn opnar. Nú í haust getur hún flutt í íbúð skólans. Að sögn Elísu skólastjóra verða fimm börn í skólanum næsta skólaárið í 1 til 9 bekkjar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Stakur borgarísjaki 3. KM NA af Reykjaneshyrnu. 02-01-2018.
  • Sumarhúsið Fossabrekkur í Melalandi.13-08-2008.
  • Björn og Gunnsteinn.
  • Borgarísjaki V við Reykjaneshyrnu 26-08-2018.
  • Mundi í gatinu.
Vefumsjón