Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 3. maí 2011 Prenta

Nýr og endurbættur safetravel vefur.

Melar-Reykjaneshyrna.Myndasafn.
Melar-Reykjaneshyrna.Myndasafn.
Slysavarnafélagið Landsbjörg í samvinnu við marga aðila í ferðaþjónustu, meðal annars Ferðamálastofu, opnaði nýlega endurbættan safetravel-vef.

Á vefnum má finna margt sem ferðaþjónustuaðilar geta nýtt sér til að veita gestum sínum góðar upplýsingar um öruggari ferðalög á Íslandi. Mikið af efni sem tengist öryggis- og forvarnarmálum ferðamanna má finna á síðunni en meðal annars má benda á góða útbúnaðarlista fyrir ýmsar tegundir ferða, sprungukort fyrir jökla sem hala má niður eða prenta út svo og geta ferðamenn skilið eftir ferðaáætlanir sínar á vefnum.

Það er von Slysavarnafélagsins Landsbjargar að ferðaþjónustuaðilar eigi eftir að nýta sér þennan vef vandlega og bendi starfsmönnum sínum á slíkt hið sama enda má þar finna svör við fjölmörgum spurningum ferðamanna.

Slóðin er á: www.safetravel.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Október »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Norðurfjarðabæjirnir og Steinstún 10-03-2008.
  • Ís í Trékyllisvík 15-03-2005.
  • Bílskúrshurðin komin í,20-11-08.
  • Daníél Sigurðsson-Elsa Gísladóttir og Snati.12-06-2008.
  • Söngur.
Vefumsjón