Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 25. nóvember 2013 Prenta

Nýsköpunarkeppni og námskeiðahald.

Þróunarsetrið á Hólmavík.
Þróunarsetrið á Hólmavík.
Nýsköpunarkeppni Vestfjarða stendur nú sem hæst, en meðal þess sem fer fram í tengslum við keppnina eru örnámskeið í gerð viðskiptaáætlunar, en þau eru haldin á Patreksfirði, Hólmavík og Ísafirði. Námskeiðið á Patreksfirði er haldið í dag, en á morgun á Hólmavík og fimmtudaginn á Ísafirði. Nýsköpunarkeppnin er samstarfsverkefni Fjórðungssambands Vestfirðinga og Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, en samtals er verðlaunaféð 14 milljónir. Keppnin er liður í sóknaráætlun Vestfjarða, en þátttakendur þurfa að skila fullbúinni viðskiptaáætlun fyrir 2. desember.
„Keppnin miðar að því að styðja við frambærilegar nýsköpunarhugmyndir og styðja frumkvöðla til framkvæmda með fjárframlagi og faglegri ráðgjöf. Þessar hugmyndir eiga svo að styðja við uppbyggingu atvinnulífs á Vestfjörðum. Endanlegt markmið keppninnar er að styðja fjögur verkefni með fjárframlagi sem yrði til þess að skapa ný störf,“ segir í kynningu keppninnar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Desember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Sigursteinn í Litlu-Ávík sagar í uppistöður fyrir Guðmund.01-07-08.
  • Oddný Þórðardóttir,oddviti Árneshrepps á skrifstofu sinni.Oddviti Árneshrepps frá 2006 til 2014.
  • Trékyllisvík 10-03-2008.
  • Járnið komið á að NV verðu,03-12-2008.
  • Björn og Helga starta upp fjöldasöng.
Vefumsjón