Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 13. janúar 2014 Prenta

OV fyrirhugar að halda áfram jarðstrengjalögn í Árneshreppi.

Jarðstrengir voru lagðir í sumar sem leið.
Jarðstrengir voru lagðir í sumar sem leið.

Rafmagnsleysi hefur verið mjög títt í Árneshreppi á Ströndum undanfarnar vikur. Halldór Magnússon, framkvæmdastjóri rafveitusviðs hjá Orkubúi Vestfjarða, segir mikla ísingu hafa verið á línunni yfir Trékyllisheiði og hún hafi slitnað á fleirum en einum stað. Þá gerði vonskuveður á heiðinni viðgerðarmönnum erfitt fyrir. Halldór segir að skemmdir á línum hefðu orðið mun meiri ef Orkubúið hefði ekki gert skurk í að koma þeim í jörð á síðasta ári. „Við framkvæmdum fyrir 50 milljónir í hreppnum í fyrra og á framkvæmdaáætlun 2014 eru ráðgerðar framkvæmdir fyrir 33 milljónir í Árneshreppi,“ segir Halldór í viðtali við bb.is á föstudaginn 10., janúar. Enn fremur segir Halldór að í ár sé ráðgert að koma línunni sem liggur frá botni Reykjarfjarðar um Naustvíkurskörð yfir í Trékyllisvík í jörð.

Orkubúið er ekki með neitt varaafl í sveitinni en bæirnir eru sjálfir með eigin rafstöðvar. Að sögn Halldórs var það metið sem meira forgangsmál að setja línur í jörð í hreppnum en að koma upp varaaflsstöð og segir gott dreifikerfi innansveitar forsendu varaafls.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Fell-06-07-2004.
  • Helga veislustjóri mundar myndavélina.
  • Gíslína-Júlíana-Villi-Eysteinn og Jenssína.
  • úr eldhúsi,matur borinn fram.
  • Sett í steypubílinn.06-09-08.
  • Finnbogastaðaskóli-19-08-2004.
Vefumsjón