Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 16. október 2014 Prenta

OV tók nýjan jarðstreng formlega í notkun í gær.

Jarðkapallinn liggur við gamlan eða nýjan slóða upp á Trékyllisheiði.
Jarðkapallinn liggur við gamlan eða nýjan slóða upp á Trékyllisheiði.
1 af 5

Orkubú Vestfjarða á Hólmavík var í sumar að leggja jarðstreng frá Djúpavík og að Goðdalsá á Trékyllisheiði,strengurinn er um níu kílómetra langur. Einnig lagði Orkubúið rör fyrir ljósleiðara með strengnum,á sinn eigin kosnað. Orkubúsmenn sögðu þetta hafi verið erfið vinna vegna kviksyndi fyrir ofan Kjósarhjallann þar sem komið er upp á heiðina,og víða vegna grjóts og klappa. Eins og áður segir liggur hinn nýji jarðstrengur frá Djúpavík um Kjósarhjalla og upp á Trékyllisheiði,þar um Sprengibrekkur,(Þar sem alltaf var bilað í vetur),og að Goðdalsá. Orkubúsmenn komust á gamlan slóða upp frá Djúpavík sem þeyr löguðu og eða lögðu nýjan upp á heiðina. Í gær var þessi jarðstrengur tekin formlega í notkun. Nú verða bæði loftlína og jarðstrengur til Djúpavíkur frá Goðdalsá. Frá Djúpavík og norður í Trékyllisvík er loftlína áfram.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Norðvestur veggur,vinnuljós inni að kvöldi 27-10-08.
  • Ferðafélagshúsið og tjaldsvæðið.
Vefumsjón