Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 5. október 2011 Prenta

Ófært í Árneshrepp.

Frá snjómokstri.
Frá snjómokstri.
Ófært er norður í Árneshrepp.
;Að sögn Jóns Harðar Elíassonar rekstrarstjóra Vegagerðarinnar á Hólmavík verður ekki opnað í dag en á morgun verður opnað ef veður leyfir, annars er komin sú regla eins og undanfarna vetur að opnað verður á þriðjudögum og föstudögum segir Jón Hörður!  Það er eins gott að opnað verði á morgun því talsverð umferð verður norður á morgun. Flutningabíll Strandafraktar komst ekki norður í dag en kemur á morgun ef fært verður, eins er með bíl frá Sorpsamlagi Strandasýslu sem ætlaði norður í dag.

Einnig ætlar að koma talsvert af fólki frá Isavía.ohf  vegna flugslysaæfingarinnar á Gjögurflugvelli sem hefst á föstdaginn, einnig mun koma nýr (notaður) slökkvibíll frá Akureyri á Gjögurflugvöll, en það á að skipta um slökkvibíl á vellinum. Þannig að það verður talsverð umferð ef að líkum lætur um helgina. Annars er veðurspáin þessi fyrir Strandir og Norðurland vestra:NA 10-20 síðdegis, hvassast á Ströndum, en hægari til landsins. Rigning eða súld. Dregur mjög úr vindi og úrkomu í fyrramálið. Hiti 1 til 5 stig.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Desember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Fyrsta skófustúngan.Hrafn-Guðbjörg.22-08-08.
  • Hrafn stíngur í jarðvegin.22-08-08.
  • NV hlið unnið við kjöljárn.Ási og Siggi.18-12-2008.
  • Á Fellsbrún á leið á Kálfatind.
  • Smábátahöfnin á Norðurfirði.10-09-2010.
Vefumsjón