Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 30. mars 2011 Prenta

Opið hús hjá Strandabyggð og Þróunarsetri.

Þróunarsetrið á Hólmavík.
Þróunarsetrið á Hólmavík.
Föstudaginn 1. apríl  verður opið hús milli kl. 15:00 og 17:00 í Þróunarsetrinu að Höfðagötu 3 á Hólmavík. Boðið verður upp á kaffisopa og vöfflur fyrir gesti og gangandi og starfsmenn segja frá starfsemi sinna stofnanna og fyrirtækja. Ekki er langt síðan Strandabyggð flutti höfuðstöðvar sínar í húsið, en sveitarfélagið rekur nú öfluga starfsemi í fimm skrifstofum á miðhæðinni. Auk þess eru Menningarráð Vestfjarða, Náttúrustofa Vestfjarða, Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Þjóðfræðistofa á Ströndum með skrifstofuaðstöðu í Þróunarsetrinu. Allir sem áhuga hafa eru hvattir til að líta við og kynna sér starfsemina og hina nýju aðstöðu Strandabyggðar. 
Segir á vef Strandabyggðar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Unnið í minni sperrum og rétt af.06-11-08.
  • Hilmar og Gulli píparar.08-11-08.
  • Gunnsteinn og Hilmar.
  • Íshrafl í Trékyllisvík 13-03-2005.
Vefumsjón