Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 9. apríl 2010 Prenta

Opnað í Árneshrepp.

Á Kjörvogshlíð.
Á Kjörvogshlíð.
1 af 3
Eins fram kom á vefnum hér í gær var talsverður mokstur hér innansveitar eins og snjómoksturinn er kallaður þegar mokað er Norðurfjörður -Gjögur.

Í gær var einnig byrjað að moka frá Hólmavík til Djúpavíkur og komst veghefillinn til Djúpavíkur undir kvöld þrátt fyrir bilun á honum sem tafði talsvert fyrir.Að norðanverðu var mokað í gær í Kýrvíkurnes.

Síðan var byrjað í morgunsárið í morgun og  vegurinn var orðinn fær um hádegið.

Ekki var um mikinn snjó að ræða frá Bjarnarfirði til Djúpavíkur,en allmikill snjór meðfram og inn með Reykjarfirðinum,að sögn vegagerðarmanna hjá Vegagerðinni á Hólmavík,eftir Norðvestan áhlaupið þann 6 apríl.

Og einnig er talsvert um snjóflóðspíur inn alla Kjörvogshlíð og inn að Sætrakleif,enn minni heldur enn þegar mokað var í byrjun mars til Djúpavíkur.(2 og 3 mars).

Opnað var síðast þessa leið á annan í páskum.Hólmavík-Djúpavík-Gjögur.

En sjómokstur var þá bara hluta úr degi,og færð spilltist fljótlega aftur.

Nú er spáð hlýindum og suðlægum áttum í nokkurn tíma,þannig að jafnvel gæti farið svo að vegir myndu hreinsa sig og þorna upp.
Á vef Vegagerðarinnar má sjá færð og veður hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Finnbogastaðir að NA verðu.04-04-2009.
  • Ísjakinn 28-09-2017.
  • Jakabrot við Árnesey 19-08-2004.
  • Ferðafélagshúsið og tjaldsvæðið.
  • Árneskirkja hin eldri:21-06-2010.
Vefumsjón